Vikan


Vikan - 17.07.1980, Page 2

Vikan - 17.07.1980, Page 2
Mest um fræ FRÆRÆKTÁ SÁMSSTÖÐUM— FRAMTÍÐARHEILL 29. tbl.42. árg. 17. júlí 1980. Verö kr. 1500 GREINAROG VIÐTÖL: 4 Hin ísienska ABBA — Anna Ólafs- dótlir Björnsson hlaöamaöur leit til þeirra í Búnaðarfélaginu: Flestar ær og kýr okkar íslcndinga eru nafngreindar. 8 Fingrafimi og hugarflug — Vorsýn- ing Kennaraháskóla islands. 10 Bylting sem heppnaðist? — Jón Ás- gcir Sigurðsson blaðamaður ræðir við George Black. 14 „Siðferði hans hefur hrakað, er ekki svo?” Á ferð sinni um l.uxemhourg kom Kiríkur Jónsson blaðamaður í klaustrið þar sem Halldór Laxness dvaldi á yngri árum. 20 Flugslys í Bláfjöllum — Grein um hjörgun breskra flugmanna. 26 Fæðingarstaður|<arls!Marx í Trier. 28 Jónas Kristjánsson skrifar um veit- ingastaði í Árósum — Kellers Gaard. 36 Á ferð með Finnu. 46 Guðfinna Eydal sálfræðingur: Mar- traðir. 50 Ævar R. Kvaran: Maðurinn í lófa hennar. SÖGUR:________ _______________ 34 Willy Breinholst: Fimir fingur. 40 Meyjarfórnin — Framhaldssagan,; 10. hluti. VMISLEGT: 17 Sacher-tertan, einstæð í sinni röð. 18 Ný framhaldssaga kynnt: Holo- caust. 24 Sumar, sumar, sumar og sól — Tiskuverslunin Bon Bon. 31 Rod Stewart — grein og opnuvegg- spjald. 48 F.ldhús Vikunnar og Klúhhur mat- reiðslumeistara: Heilsteikt rauðspretta. Forsíðumyndin á aö minna okkur á sum- arið, sveitir landsins og allt, sem lifsanda dregur. Ljösm. Jim Smart. VIKAN. Útgcfandi: Hilmir hf. Ritsljóri: Helgi Pétursson. Blaðamenn: Borghildur Anna Jónsdóttir. Eirikur Jónsson, Hrafnhildur Sveinsdóttir, Jóhanna Þráinsdóttir. Útlitsteiknari: Þorbergur Kristinsson. Ljósmyndari: Jim Smart. Auglýsingastjóri: Ingvar Sveinsson. Ritstjórn í Siðumúla 23, auglýsingar. afgreiðsla og dreifing í Þverholti 11. sími 27022. Pósthólf 533. Verð i lausasölu 1500 kr. Áskriftarverð kr. 5000 pr. mánuð. kr. 15.000 fyrir 13 tölublöð árs fjórðungslega eða kr. 30.000 fyrir 26 blöð hálfsárslega. Áskriftarverð greiðist fyrirfram, gjalddagar: nóvember, febrúar, mai og ágúst. Áskrift i Reykjavík og Kópavogi greiðist mánaðarlega. Um málcfni neytenda er fjallað i samráði við Neytendasamtökin. 2 Vikan 29. tbl. Að Sámsstöðum i Fljótshlíð er rekin tilraunastöð. Þar fara fram marghátt- aðar grasræktartilraunir og á fögrum sumardögum er túnið við Sámsstaði oft á tiðum til að sjá eins og taflborð i ,mis- munandi grænum litbrigðum. Tilrauna- stjórinn á Sámsstöðum, Kristinn Jóns- son, er að vonum manna fróðastur um þær tilraunir sem þar fara fram og getur gefið sannfærandi skýringar á þessum fjölbreytta lit á túnunum. Þarna eru á litlum reitum gerðar til- raunir með allt miili himins og jarðar sem bændum kann að veröa að gagni til að fá hámarksuppskeru með lág- markstilkostnaði. Og auövitað varðar öll hagræðing þjóðina i heild, sparn- aður eins kemur öðrum til góða þegar landbúnaðarvara er framleidd. Sumar tilraunirnar eru gerðar i 20 ár til að marktæk niðurstaða fáist, aðr- ar i færri ár, sumar tilraunirnar eru gerðar á mörgum tilraunastöðum sam- timis, aörar eru staðbundnar. Þama eru gerðar tilraunir með heppilegar grastegundir á móatúnum, melatúnum, mýratúnum og sandtúnum, hvaða áburður henti best á hverjum stað. Siðustu 5 árin hafa auk þessa verið í gangi frumtilraunir i íslenskri frærækt, þar sem ræktaðir eru upp bestu is- lensku stofnarnir af grasi. Þessar tilraunir miða að því að geta ræktað gott fræ til landgræðslu. Fræ- inu er siðan dreift á stór landsvæöi og þar sem áður var örfoka auðn getur komið blómlegt tún, þótt megintilgang- urina hljóti að verða að stöðva upp- blásturinn sem hefur valdið — eða ætti a.m.k. að valda — okkur Íslendingum vondri samvisku. Það er skuld okkar við landið sem forfeður okkar hófu skipulega eyðileggingu á fyrir liölega 11 öldum. í hita þjóðhátíðarársins 1974 sór þjóðin að bæta fyrir eigin af- glöp og forfeðranna. Þeir cinu sem hafa aðstöðu til að gera eitthvað róttækt í þeim málum eru einmitt þeir sem starfa að landgræðslu. Og þar leggja margir hönd á plóginn. Markmiðið er að gera auðnirnar grösugar á ný og hver veit nema þetta fræ, sem við sjáum hér í lófanum á Kristni tilraunastjóra, græði annaðhvort auðnir landsins af eigin rammleik (með hjálp tækni og kunnáttu okkar mannanna) eða geti a.m.k. varðað veginn i rétta átt. Heimaræktaó grasfræ.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.