Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 12

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 12
BARNEIGNIR fræðslu og ráðgjöf um fjölskylduáætlun þar sem við á. • Að gefa út fræðsluefni og standa að námskeiðum fyrir fagfólk og almenning. Tíðindamaður Vikunnar mælti sér mót við Sóleyju á skrifstofu hennar í hrörlegu husnæði fyrrum Hjúkrunar- skóla íslands á Landspítala- lóðinni, þar sem námsbraut í hjúkrunarfræði er til húsa. Að- spurð sagði hún að verkefnin væru ærin en stjórnin ætlaði sér að forgangsraða þeim eftir mætti. „Árið 1988 vann ég að könnun á vegum landlæknis- kynlífsheilbrigði mikils verður þáttur fjölskylduáætlunar. Hún gengur út á það að hver og einn geri sér grein fyrir því hvenær í lífinu er æskilegt að koma í veg fyrir barneign og hvenær að eignast barn. Þetta er ákaflega einstak- lingsbundin ákvörðun og sú síðari breytir nánast öllu í lífi hvers og eins. Áður en fólk ákveður að eignast barn þarf það því meðal annars að gera sér grein fyrir þáttum eins og fjárhag, breytingum sem verða í kjölfar barneignar - eins og að takast á við nýtt hlutverk, breytt samskipti milli aðila, verkaskiptingu og fleira. Parið eða hjónin þurfa að Sóley vió kennslu í hjúkrunar- fræóum vió Há- skólann. »Heil- brigóis- stéttirnar vantar fræóslu- efni til þess aó koma á framfæri vió fólk eins og um ófrjó- semis- aógeróir, kven- skoóun, tíóahvðrf og kynlíf í tengslum vió bams- buró.“ embættisins um fjölskyldu- áætlun á heilsugæslustöðv- um. Ég athugaði meðal ann- ars hvernig læknar stæðu að fræðslu og ráðgjöf á þessu sviði borið saman við Ijós- mæður og hjúkrunarfræðinga. Niðurstöður sýndu meðal annars að slík þjónusta er helst í höndum læknanna. Við viljum gjarnan að fleiri fag- stéttir vinni saman að þessu málefni og stuðla að því til dæmis að hjúkrunarfræðingar og Ijósmæður fái meiri tæki- færi til að mennta sig á þessu sviði. Auk þess kom fram í könnuninni að heilbrigðisstétt- irnar vantar fræðsluefni til þess að koma á framfæri við fólk, eins og um ófrjósemisað- gerðir, kvenskoðun, tíðahvörf og kynlíf í tengslum við barns- burð.“ FIÖLSKYLDUÁÆTLANIR NAUDSYNLEGAR - Er þörf fyrir fjölskylduáætl- anir hér á landi? „Með fjölskylduáætlun er meðal annars átt við það að skoða fram í tímann hvað æskilegt sé að gera varðandi frjósemina. Á það jafnt við um einstaklinga og pör. Einnig er skoða þetta sameiginlega til að geta áttað sig á því hvað hvort þeirra er tilbúið að leggja af mörkum. í okkar þjóðfélagi, þar sem konan er oftar en ekki í fullu starfi utan heimilis, er það engin spum- ing að fólk verður að finna leiðir til þess að samhæfa hlutina. Ef til vill ættum við að ganga svo langt að bjóða upp á námskeið þar sem spum- ingunni „Á ég að eignast bam?“ væri svarað. Þó að maður geti aldrei séð alla þætti fyrirfram held ég að hægt sé að átta sig á ýmsu því sem máli skiptir. Segjum sem svo að hjón hafi gert sér hugmyndir um að eignast tvö eða þrjú börn og ætli að hafa ákveðið bil á milli þeirra. Slíkt er mjög æskilegt en ýmislegt getur komið upp á í millitíöinni, svo sem ófrjó- semi, hjónin ná ekki að Ijúka námi á tilsettum tíma og svo framvegis. Þegar áætlun er gerð verður þess vegna að gera ráð fyrir sveigjanleika. Þegar ég var í framhaldsnámi í Bandaríkjunum kynntist ég mörgu ungu fólki sem vildi Ijúka námi áður en bameignir hæfust. Hjá sumum var það svo að þegar loksins allt var tilbúið gekk dæmið ekki upp. Ég kynntist einnig hjúkrunar- konu sem gifti sig í júní og ætlaði svo að eignast barn að níu mánuðum liðnum. Það gekk ekki alveg eins og hún óskaði. Það má því segja að þessar áætlanir sem aðrar þurfi að byggjast á skynsam- legu mati.“ VAL A GETNAÐAR- VÖRNUM „Hvað varðar þann þátt fjöl- skylduáætlunar að takmarka barneignir í skemmri eða lengri tíma er mikilvægt að fólk geti notað getnaðarvarnir sem það er sátt við. Það getur verið mjög mismunandi hvað hver og einn vill nota á hverj- um tíma. í fjölskylduáætlun tölum við stundum um þrjá hópa, þá sem vilja koma í veg fyrir fyrstu barneign, þá sem vilja hafa ákveðið bil milli barneigna og þá sem vilja ekki eiga fleiri börn. Hver hóp- ur um sig hefur sérþarfir. Margir þættir skipta máli varð- andi val á getnaðarvörnum eins og hvort viðkomandi er í stöðugu sambandi eða ekki, hvort viðkomandi á við heil- brigðisvandamál að stríða, hvað hann sjálfur er tilbúinn að leggja á sig varðandi notk- un getnaðarvarnar og hvaða viðhorf makinn hefur til getn- aðarvarnarinnar. Fyrir suma er pillan ekki möguleg, fyrir aðra lykkjan og enn aðra hett- an. Þetta verður því allt að vega og meta í hverju tilfelli.“ - Hugsum okkur aö þú leggir línuna fyrir „venjulega“ konu - sem byrjar sautján ára að stunda kynlíf og ætlar að eignast tvö til þrjú börn fram til fjörutíu og fimm ára aldurs. Hvaða ráð myndir þú gefa henni varðandi getnaðarvarnir ef þú hugsaðir þér ferli sem næði yfir allt frjósemisskeiðiö? „Það er mjög erfitt að gefa svar við slíku þar sem svo margir einstaklingsbundnir þættir koma inn í þetta. Án þess að ég hafi nokkrar rann- sóknarniðurstöður um það þykir mér þó líklegt að hér- lendis sé ferlið eitthvað á þá leið að kona byrji að nota pili- una, eftir fyrstu barneign noti hún lykkjuna, síðan séu ýms- ar getnaðarvarnir notaðar tímabundið, svo sem smokkur og sæðisdrepandi efni, hetta og sæðisdrepandi efni, pillan eða lykkjan. Undir lok frjó- semisskeiðs gæti hún verið að nota pillu, lykkju eða hjónin ákveði að annað hvort þeirra fari í ófrjósemisaðgerð." ÓFRIÓSEMISAÐGERDIR „Undir lok frjósemisskeiðs getur komið til greina fyrir fólk að taka ákvörðun um að fara í ófrjósemisaðgerð. Fyrir suma er þetta valkostur á meðan svo er aldrei hjá öðrum. Á tímabilinu 1981-1991 voru 5,3 ófrjósemisaðgerðir að meðaltali á hverjar 1000 kon- ur á aldrinum 25-34 ára, 22,5 á hverjar 1000 konur á aldrin- um 35-44 og 3,3 á hverjar 1000 á aldrinum 45-54 ára. Meðal karlmanna er þetta miklu sjaldgæfara. Hér er spurning um hvers vegna svo miklu algengara sé að gera þessa aðgerð á konum þar sem hún er miklu auðveldari í framkvæmd á körlum. Maður veltir ýmsum skýringum fyrir sér, svo sem viðhorfum karl- manna til aðgerðarinnar, hvort konum sé beint inn á þessar brautir fremur en karlmannin- um og hvort báðir aðilar fari í viðtöl þegar um slíka ákvörð- un er að ræða. Hugsanlega hefur almenn- ingur ekki nægilegar upplýs- ingar um það í hverju þessi aðgerð felst. Ef til vill hefur það sín áhrif. Það hefur iðu- lega þótt sjálfsagt að konur annist getnaðarvarnirnar. Þetta eru í raun óbein skila- boð sem ungar konur fá. Mér finnst ég samt heyra þær raddir í vaxandi mæli að hér sé um að ræða sameiginlega ábyrgð beggja aðila - þeir eigi báðir að bera ábyrgð á frjó- semisþættinum." ÓFRIÓSEMI - Hvað er ófrjósemi stórt vandamál hérá landi? „Ég held ég megi segja að innan við tíu af hverjum hundrað pörum í íslensku samfélagi eigi við ófrjósemis- vanda að stríða. Það var ekki óalgengt hér áður fyrr að líta svo á að það væri vandamál konunnar ef hjón reyndust ófrjósöm en svo er alls ekki því að vandinn liggur ekkert síður hjá karlmanninum. Síð- an glasafrjóvgunardeildin á Landspítalanum tók til starfa fer fólk oftast þangað að und- angengnum rannsóknum og þess er freistað að taka sæði úr eiginmanninum til þess að frjóvga egg konunnar. Mjög mikilvægt var að koma slfkri deild af stað. Þar sem hún er ung þarf hún að fá að vaxa og þroskast og eitt af þeim verk- efnum sem ég tel mjög mikil- væg er að bæta ráðgjöf við fólk sem á við ófrjósemis- vanda að etja - fyrir tilraun, eftir hana og ekki síst eftir að 12 VIKAN 21.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.