Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 16
MEÐGANGA LANDSPtlAUW Esther Siguröardóttir sjúkraþjálfari ásamt Reyni Tómasi Geirssyni fæóingar- og kvensjúkdómalækni. Þau, ásamt Eddu Jónu Jónasdóttur Ijósmóóur og hjúkrunarfræóingi og fleirum, stóöu aó geró myndbands meö leikfimi fyrir veróandi mæöur. Þar er auk leikfiminnar meöal annars aö finna ráóleggingar fyrir konur sem eiga vió vandamál eins og bak- eóa mjaómagrindarverki að stríóa. Ennfremur eru gefin góö ráó um stellingar vió brjóstagjöf og vinnu. slæðum. Það er sveigjanlegra og meðfærilegra en margur hyggur. LEIKFIMI A MYNDBANDI FYRIR ÞUNGAÐAR KGNUR TEXTI OG LJÓStó.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON Getnaðurinn, blómi lífs- ins, neistinn, lífsmark- ið, sköpunin, krafta- verkið sem að lokum er mælt í mörkum og sentímetrum. Og grundvöllurinn sem má aldrei gleymast; meðgangan. Lík- aminn, hið holdlega þroska- musteri fóstursins, þarf við- hald, þjálfun og styrk til að takast á við þessa æðstu áskorun móður náttúru. Og undraverkið getur lagað sig nánast óendanlega að að- FAGFÓLK LEIÐBEINIR Leikfimi fyrir verðandi mæður hefur verið kennd um árabil. Aðallega hefur sú kennsla far- ið fram innan stofnana og hef- ur Landspítalinn verið þar í fylkingarbrjósti. Annars hefur fylkingin vist verið fámenn. Málum er hins vegar þannig háttað hjá mörgum verðandi mæðrum að þær eiga erfitt með að vera á tilteknum stað á tilteknum tíma til að gera þessar tilteknu æfingar. Til að mæta aukinni eftirspurn eftir líkamsrækt fyrir barnshafandi konur hefur nú verið gefið út myndband þar sem þeim er leiðbeint um líkamsrækt á meðgöngutímanum. Hug- myndin er alíslensk og fram- takið til mikillar fyrirmyndar. GH-dagskrárgerð gefur mynd- bandið út. Aðstandendur myndbands- ins eru fagmenn á þessu sviði. Veg og vanda af gerð þess hafa þau Esther Sigurð- ardóttir sjúkraþjálfari, en hún lauk prófi frá Háskóla íslands 1989, Edda Jóna Jónasdóttir Ijósmóðir, útskrifuð frá Ljós- mæðraskóla íslands 1986 og hún lauk einnig hjúkrunar- fræðingsprófi frá HÍ 1982, og Reynir Tómas Geirsson, læknir með sérpróf í fæðing- arhjálp og kvensjúkdómum frá Bretlandi 1980. Þau starfa öll við Landspítalann. Esther hefur um nokkurra ára skeið séð um þjálfun barnshafandi kvenna, sæng- urkvenna og þeirra sem ný-- lega hafa eignast barn. Hún hefur því öðlast töluverða reynslu af meðgönguleikfimi. Vikan knúði dyra á endurhæf- ingardeild Landspítalans, þar sem Esther starfar, til að fá nánari upplýsingar um mynd- bandið, fyrirkomulag þess og gagnsemi. Einnig er rætt um hvað ber að varast og eftir hverju sækjast. ÆFINGAR MIKILVÆGAR Esther segir mikilvægt fyrir konur að gera líkamsæfingar á meðgöngunni. Þannig séu þær hvort tveggja betur búnar undir fæðinguna og nái sér fyrr'að henni lokinni. „Konur geta nánast alla meðgönguna gert allar æfingar, innan á- kveðinna skynsemimarka þó,” segir Esther. ,,Ef konur eru í íþróttum, þegar þær verða þungaðar, geta þær stundað þær langt fram eftir meðgöng- unni en ávallt verður að kanna ástand hvers einstak- lings reglulega og þetta er ekki algilt. Meðgönguleikfimin, eins og við setjum hana upp á mynd- bandinu, miðast einkum við að álaginu sé haldið mjög stuttan tíma í einu. Við náum upp örari hjartslætti, höldum honum í um það bil fimm mín- útur og náum púlsinum síðan niður aftur. Þessu er ekki farið eins og í venjulegri leikfimi þar sem hitað er upp og álag- inu síðan haldið í töluverðan tíma. Sé álaginu haldið of lengi er hætta á að súrefnis- flæði til fóstursins minnki og það verður ávallt að hafa í huga.” ENGIN ÁHÆTTA „Hér verður einnig að geta þess að engar rannsóknir hafa leitt það I Ijós að æfingar af þessu tagi geti skaðað fóstrið, svo fremi að þær séu gerðar undir öruggri leiðsögn. Og myndbandinu er einmitt ætlað að tryggja þetta öryggi. Líkamsræktaráhugi hefur nefnilega farið vaxandi upp á síðkastið og mjög margar konur hafa slíkan áhuga. - FRAMHALD Á BLS. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.