Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 21

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 21
ríkt líf sem Auðar á jafnstutt- um tíma og við gerðum fyrir þessa bók. Það var líka óhemju skemmtilegt og lær- dómsríkt - en nei, önnur bók er ekki alveg á dagskránni strax.“ ÞRJÚ KRÍLI OG PRÓFESSOR „Það er alveg rétt, ég hef lík- lega farið í gegnum alla fjöl- miðlaflóruna. Nú vinn ég við sjónvarp hjá Stöð 2 og ef þú spyrð mig hvað heilli mig mest í þessum fjölmiðla- bransa þá svara ég því til að hafi maður auga fyrir mynd, eyra fyrir hljóði og þyki gaman að vinna með texta þá gerir maður ekkert skemmtilegra en að vinna við sjónvarp. Allt sem gerist fer á einn eða ann- an hátt í gegnum hendur okk- ar samdægurs. Þegar við för- um heim að kveldi er dags- verkinu örugglega lokið og við fáum engu þar um breytt. Á morgun er nýr dagur, ný verk- efni. Hraðinn og spennan verður ffkn. Þetta er baktería sem ég og fleiri losnum ekki við þó frétta- og fjölmiðla- heimurinn sé harður og óvæginn," segir Edda og ætl- ar greinilega ekkert að ræða það frekar. Við stökkvum því úr tali um harðan og óvæginn heim yfir í hjal um annan, miklu mýkri og yndisríkari. Það er fjölskyldan, samlífið við hana og sú stað- reynd að þegar þriðja krílið kom í október fyrir ári voru átján ár síðan fyrsta krílið kom í heiminn og fimm ár frá því annað krílið fæddist. Allt eru þetta strákar, Jóhann heitir sá elsti, Andri er fimm ára og Sindri eins árs. Fjórði dreng- urinn á heimilinu heitir Stefán Ólafsson. Hann er á fimm- tugsaldri, ekkert krili lengur, prófessor í félagsvísindum við Háskóla íslands. „Miklu eldri en ég, að verða fjörutíu og þriggja,” segir Edda og það birtir yfir annars björtu yfir- bragði hennar þegar fjölskyld- an berst í tal. Það hlýtur að vera nokkur munur á því að eignast barn tæplega fertug eða rúmlega tvítug? „Já, manni finnst sjálfsagðara að eignast barn 23 heldur en 39 ára og þá held ég að maður geri sér grein fyrir því að þau verða ekki fleiri. Börnin eru náttúrlega alveg jafnkærkom- in, þessu fylgir bara önnur til- finning,“ segir Edda og hlær. JÚÚÚ-JAAA-NEEII Blaðamaður tekur nú upp þriggja ára gamla Viku þar sem samskiptakort þeirra hjóna, Eddu og Stefáns, er birt og þar getur að líta ýmsar lyndiseinkunnir sem gaman væri að bera undir Eddu núna. Þar segir að hún sé steingeit, rísandi bogmaður með Venus í vatnsbera. Hún só samkvæmt því léttlynd og metnaðarfull fjölskyldukona. „Já, það hefur ekkert breyst, allt af þessu,“ svarar Edda fjálglega og næstu atriði í stjörnulýsingunni segja að hún taki hlutina stundum of nærri sér, leggi mikið upp úr veraldlegum gæðum og að hún sé ekki alltaf nægilega raunsæ. „Já, já, ég skrifa al- veg upp á þetta. Stefán kem- ur mér yfirleitt á réttan kjöl og segir mér gjarnan að halda mínu striki. Ég skammast mín heldur ekkert fyrir að leggja nokkuð upp úr veraldlegum gæðum, mig langar til dæmis í góðan, flottan jeppa.“ Þarna segir einnig að þú eigir erfitt með að festa þig við veraldlegar áhyggjur? „Júúú, jaaa, neeei, ég held að það hafi eitthvað breyst líka. Það er bara svo leiðinlegt að hafa áhyggjur en maður verður yfirvegaðri með árunum þó þau séu ekki nema þrjú frá því þetta var,“ segir Edda og veraldarvafstur og búsetu ber á góma. Til nokkurra ára bjó fjöl- skyldan í Kollafirði, við Esju- rætur. Nú eru þau flutt í bæinn og búa í einbýlishúsi í Fossvogi. Edda segist vissu- lega kunna vel við sig í borg- inni miðri en ræturnar í Kolla- firði hafi legið dýpra ,en hún hugði. „En það hentaði okkur ekki lengur að búa þarna upp frá. Þjónusta var fjarri og að auki eru veður válynd á Kjal- arnesinu. Breytingin var mikil að flytja inn í miðja borg en ég er mjög sátt. Ég var nokkra mánuði að flytja ræturnar endanlega og þurfti stundum að aka upp eftir til að horfa á húsið úr fjarlægð. En við erum í góðu sambandi við konuna sem keypti af okkur og getum kannski rekið inn nefið stöku sinnum! Nú er ég farin að skjóta rótum í Fossvogi, dal- urinn er paradís að búa í,“ segir Edda og glampinn í aug- um hennar sýnir skýrt og skorinort að þar fer hamingju- söm kona. Eða hvað? „Jú, ég skal skrifa undir það. Ég starfa við það sem mér þykir skemmtilegt, ég á góða fjölskyldu; yndislega stráka. Ég er þakklát fyrir það sem ég hef og á. Er hægt að biðja um eitthvað meira?“ □ ETUR '93 NONAME ----COSMETICS-- ÚTSÖLUSTAÐIR: REYKJAVIK: Snyrtivöruversl. Cher, Laugavegi 76 Spes, Háaleitisbraut 58-60 • Snyrtihús Heiöars, Vesturgötu 19 Saloon Ritz, Laugavegi 66 • Snyrtistofa Kristínar, Ásvallagötu 77 Hárgreibslust. Hótel Loftleiöum, Reykj'avíkurflugvelli • Ingólfsapótek, Kringlunni 8-12 • Verslunin 17, Laugavegi 91 • Snyrtistofan Paradís, Laugarnesvegi 82 Snyrtistofan Fegrun, • Búbargeröi 10 ■ Hár og förbun, Faxafeni 8 ■ Snyrtist. Halldóru, Fannafold 217a • Sápuhúsiö Laugavegi 17 • Hárþing Pósthússtræti 13 Salon Á París, Skúlagötu 40 ■ Snyrtistofan Ásýnd, Starmýri 2 ■ KÓPAVOGUR: Gott útlit, Nýbýlavegi 14 • GARÐABÆR: Snyrtihöllin, Garbatorgi ■ HAFNARFJÖRÐUR: Versl. Dísella, Miðvangi • Studio Hár og húb, Reykjavíkurvegi 16 MOSFELLSBÆR: Hárgreibslustofan Absalon, Uröarholti 4 KEFLAVÍK: Snyrtivöruversl. Smart • AKRANES: Versl. Perla BORGARNES: Apótek Borgarness ■ ÍSAFJÖRÐUR: Snyrtistofan Sóley Versl. Krisma PATREKSFJÖRÐUR: Patreksapótek SAUÐÁRKRÓKUR: Skagfirbingabúb • Snyrtistofan Táin • AKUREYRI: Vörusalan Betri líban ■ Snyrtistofan Eva ■ Verslunin Ynja ■ DALVÍK: Snyrtist. Tanja ■ HÚSAVÍK: Snyrtistofan Hilma VOPNAFJÖRÐUR: Lyfsalan • HÖFN: Snyrtistofa Ólafar HVERAGERÐI: Ölfusapótek • Snyrtistofa Löllu, Heilsustofnun NLFl' VESTMANNAEYJAR: Mibbær. SELFOSS: Snyrtistofa Ólafar Austurvegi 9 r: 21.TBL. 1993 VIKAN 21 VIÐTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.