Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 34
STOÐ2 Stockwell vakti nokkra athygli í undarlegu hlutverki sínu í mynd David Lynch Blue Velvet. Þar raulaöi hann á draum- kenndan hátt lagiö „In Drearns". ist í flakk um Bandaríkin - ferðalag sem tók hann fimm ár. „Ég varð að komast burt,“ segir Stockvvell. „MGM var að kæfa mig. Ég þurfti að fá að standa á eigin fótum í fyrsta sinn á ævinni og þessi fimm ár vann ég fyrir mér með ýmsu móti, dag frá degi. En þegar ég var tvítugur áttaði ég mig á því að ég hafði enga faglega menntun og litla al- menna menntun og aö það eina sem ég hafði hundsvit á var leiklist." Stockwell ákvað því að reyna fyrir sér sem „fullorðinn" leikari. Það tók hann hins vegar nokkurn tíma að festa sig í sessi og það var ekki fyrr en hann fékk hlutverk í leikritinu Compulsion að eitt- hvað fór að gerast. Leikritið sló í gegn og var gert að bíó- mynd með Stockwell í aðal- hlutverki. En góð hlutverk voru ekki á hverju strái og Stockwell hafði mikinn metn- að. Hann nennti einfaldlega ekki að taka hlutverkum sem fengið að eiga - áhyggjuleysi, leikur, dans, söngur, ást! Svo ég hringdi í umboðsmanninn minn og sagði honum að ég væri farinn í þriggja ára pásu af því að ég ætlaði að fara að skemmta mér.“ Og það gerði hann. „Ég upplifði hippatím- ann og kynlífsbyltinguna mjög gömlu „mógúlarnir" voru ýmist dauðir eða deyjandi, stóru kvikmyndaverin farin á haus- inn og sjálfstæðir kvikmynda- gerðarmenn teknir við mark- aðnum. „Þetta var að mínu mati mjög jákvæð þróun,“ segir Stockwell. „Ungu kvik- myndaleikstjórarnir fengu ÁNÆGÐUR I AUKAHLUTVERKUM honum fundust ekki spenn- andi. Því varð framabraut hans fremur stefnulaus og endaði að lokum i blindgötu. METNAÐARFULLT BLÓMABARN „Þegar blómabyltingin og hippamenningin spratt upp á sjöunda áratugnum varð ég yfir mig hrifinn," segir hann. „Þarna bauðst mér að lifa þá barnæsku sem ég hafði aldrei jákvætt,“ segir hann í dag. „Þegar ég var að komast á unglingsár var kynlíf forboðið og syndsamlegt, og siðferðis- kenndin tvöföld. Því fannst mér ég hafa ákaflega gott af því að kynnast kynlífi sem já- kvæðum og eðlilegum hlut á sjöunda áratugnum." Stockwell neitar því að þetta langa „sumarfrí" hans meðal blómabarnanna hafi haft teljandi áhrif á þroska hans sem leikara. „Sú nálgun sem ég beiti við vinnu mina hefur hvorki breyst né dýpkað. Hún hefur alltaf verið svona djúp og úthugsuð!" hlær hann en bætir svo við: „Nei, í alvöru talað þá held ég að leikstíll minn hafi alltaf komið fyrst og fremst frá sjálfum mér. Ég hef alltaf byggt mest á eigin eðlis- ávísun - og það er auðvitað eitthvað sem ég hef aldrei get- að skýrt því að eðlisávísunin er hluti af sjálfinu." Stockwell er þannig að mestu sjálf- menntaður leikari, hertur i eldi samkeppninnar hjá MGM á unglingsárunum. Hann hefur aldrei talið sig hafa þörf fyrir skólagöngu, þó hann hafi reyndar haft mjög stutta við- dvöl í hinum fræga skóla Lee Strasberg, „Actors Studio" í New York. Þar hlutu margir af frægustu og metnaðarfyllstu leikurum Bandaríkjanna menntun sina, til að mynda Robert de Niro, Al Pacino og Meryl Streep - já, og reyndar Marilyn Monroe líka! En Stockwell lét sér fátt um finn- ast. „Ég labbaði út eftir kortér," segir hann. „Lee Strasberg stóð þarna úti á miðju gólfi og móðgaði fullt af ágætis leikur- um. Ég hafði engan áhuga á þeirri niðurrifspólitík sem skól- inn vann eftir á þessum árum, þó svo að hann hafi skilað af sér góðum leikurum." En þegar fríinu lauk var Stockwell milli tveggja elda. Kvikmyndaiðnaðurinn var að taka stórfelldum og hröðum breytingum á þessum árum; miklu meira listrænt frelsi en kynslóðin á undan þeim hafði haft og markaðurinn varð fjöl- breyttari." En sjálfur átti Stockwell i erfiðleikum með að fá góð hlutverk. Einhverra hluta vegna voru fá hlutverk í boði sem hæfðu honum og sem honum líkaði - og eins og fyrri daginn hafði hann litla löngun til að taka hlutverk sem höfðuðu ekki til hans. „En ég sat ekki auðum hönd- um,“ segir hann. „Ég hafði á- gætar tekjur af leikhúsvinnu og gestaleik í sjónvarpsþátt- um. Það tók enginn sérstak- lega eftir mér, en ég var samt að vinna allan tímann.“ ÚR KVIKMYNDUM Í FASTEIGNIR - OG AFTUR TIL BAKA! Það var um þetta leyti sem Stockwell kynntist konu sinni, Joy Marchenko, og á fyrstu hjónabandsárum þeirra bjuggu þau í Santa Fe, þar sem þau eignuðust börnin sín tvö. Á þeim árum kom Stockwell ekkert nálægt kvik- myndaleik en hélt sig þess í stað við öruggari atvinnuveg - fasteignasölu! Hann virtist una hag sínum vel þar til einn daginn að leikstjórinn David Lynch, sem þá var að skapa sér nafn í kvikmyndaheimin- um, hafði samband við hann. Lynch var að undirbúa gerð geimvísindamyndarinnar Dune og vildi fá Stockwell til að leika lítið en þýðingarmikið hlutverk hins illskeytta Yuech læknis. Dune er ákaflega sér- kennileg mynd, full af súrreal- ísku myndmáli og tæknibrell- um sem enn í dag þykja á- hrifamiklar. Hún fékk afar misjafnar móttökur þó að hún teljist í dag meðal klassískra kvikmyndaverka en Stockwell segist hafa notið vinnunnar við hana. „Dune var mjög spennandi verkefni en því miður hafði myndin ekki nauðsynlega heild þegar upp var staðið. Það stafaði, held ég, aðallega af því að of margir höfðu hönd í bagga við gerð hennar. Súrrealísk myndhugsun Lynch og mikil- fengleg tækniatriðin féllu ekki vel saman. Núna, þegar Lynch er orðinn svona virtur leikstjóri, sér fólk myndina í öðru Ijósi og kann betur að meta hana.“ Eftir Dune kom aukahlutverk í Paris, Texas undir leikstjórn Wim Wenders en sú mynd fékk Gullpálmann á kvikmyndahátíðinni í Cann- es árið 1984. Upp frá því seldi Stockwell ekki fleiri fast- eignir. 34 VIKAN 21.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.