Vikan


Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 19

Vikan - 21.10.1993, Blaðsíða 19
I EDDA ANDRESAR KOMIN ÚR BARNEIGNARFRÍI: FINNST ÉG STUNDUM HAFA HLEGIÐ OF MIKIÐ TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON / UÓSM.: BINNI Edda Andrésar birtist nú aftur á skjánum eftir barn- eignarfrí. Hún segist fyrst í stað hafa haft pínulitlar áhyggjur af því að hún væri orðin of gömul! ■ slenska þjóðin tók bakföll I af undrun einn laugar- ■ dagseftirmiðdag fyrir all- löngu. Einhver stelpa var farin að hlæja í útvarpið! Þetta var árið 1979. Nú, fjórtán árum síðar, situr hún í sjónvarpinu, segir fréttir, hlær minna og viðurkennir að hún hafi fyrst um fertugt hugsað að ein- hverju ráði um að aldurinn færðist yfir. Hún er engu að síður nýkomin úr barnsburð- arleyfi hvað sem öllum aldurs- pælingum líður, átján árum eftir að hún eignaðist fyrsta barnið. Upp úr því að íslendingar voru búnir að gera sér grein fyrir að það væri kannski allt í lagi að hlæja út í veður og vind, eins og Edda Andrés- dóttir gerði þarna seint á átt- unda áratugnum, varð þróun- inni mjakað úr silasporunum. Fólk gerði sér grein fyrir að út- varpsbylgjurnar hrundu ekki niður úr loftinu ef brugðið var út af vananum. Það mesta sem fram að því hafði vfst þokast til frjálsræðisáttar Ijós- vakamiðils þess tíma var að sólarupprás var lýst í beinni útsendingu - séð úr þular- stofu við Skúlagötuna. Þetta kemur meðal annars fram í viðtali tímaritsins Samúels sem tekið var árið 1979 við Eddu, beinlínis vegna þess að hlátur var farinn að skoppa um hlustir áheyranda úr við- tækjum þeirra. Edda sest nú til viðtals við Vikuna. Hún hefur séð tímana tvenna í Ijósvakamiðlunum og komið við flest ef ekki öll svið blaðamennsku. Nú er hún komin í fréttasettið á Stöð 2 og farin að segja fréttir. Á borði blaða- manns Vikunnar eru blöð með eldri viðtölum við Eddu, samskiptakort hennar og eiginmannsins og síðast en ekki síst bókin hennar, við- talsbók við Auði Sveinsdóttur Laxness. Ef vel ætti að vera þyrftu að vera kvikmynda- og myndbandaspólur ásamt hljómsnældum á borðinu. Edda lítur yfir þennan vígvöll eldri áskorana og tekur að glugga í Samúel gamla. HLÆR STUNDUM OF MIKIÐ „Ég man vel eftir þessu,“ segir hún brosandi. „Ég fann þetta blað meira að segja nýlega, í flutningum fyrir rúmu ári. Á þessum tíma vakti hláturinn mikla athygli. Þá hló enginn í útvarp. Nú hlæja flestir eins og fífl og þykir ekkert tiltöku- mál. Þá þótti líka stórtækt að senda út þriggja tíma þætti f beinni útsendingu. Gamla gufan var ein í loftinu og við fengum að minnsta kosti 90 prósent hlustun, nokkuð sem menn láta sig aðeins dreyma um núna. Við notfærðum okk- ur beinu útsendinguna eins og við gátum í þessum laug- ardagsdætti, í vikulokin, lýst- um því til dæmis gaumgæfi- lega ef gestum seinkaði vegna veðurs og þar fram eftir götunum, allt í beinni og óskaplega spennandi. En af því við vorum að tala um hlát- urinn. Auðvitað fer það stund- um í taugarnar á fólki þegar við hlæjum og brosum of mik- ið. Þannig hefur það verið í gegnum tíðina. Ég er hlátur- mild og þess vegna hentar það mér ef til vill mjög vel að lesa fréttir. Það er ekkert hlægilegt við fréttir og óþarfi að vera síbrosandi," segir Edda og kannski tók fslenska þjóðin bakföll á ný þegar Edda hætti að skríkja framan í áhorfendur sína. Ertu þá farin að slaka á í hlátrinum? „Nei, ég hlæ alveg jafnoft og mikið, bara minna fyrir framan myndavélarnar. Þetta var og er einfaldlega eðlileg framkoma mín. Ég er hins vegar meðvitaðri um hláturinn nú en áður. Maður gerir meiri kröfur til sín og gagnrýnir sjálfan sig meira með aukinni reynslu. Þegar ég hef eftir á horft á sjón- varpsþætti í léttari dúrnum sem ég hef gert, til dæmis Óskastund, hefur mér stund- um fundist að ég hefði kannski ekki þurft að brosa eða hlæja alveg svona mikið. Með því að horfa á upptökur á þáttum sínum sér maður hvað betur má fara. Og þá skiptir öllu að vera samkvæmur sjálf- um sér og halda sínu striki. Við verðum að vera viss um það sjálf að við séum að gera rétt. Ef dæmið gengur ekki upp þá getur maður einfald- lega ekki betur.“ HEIÐARLEG GAGNRÝNI - EN STUNDUM ÚT í HÖTT „Við sem vinnum við sjónvarp fáum iðulega mjög mikil við- brögð, bæði frá áhorfendum og samstarfsfólki. Ég er svo heppin að eiga félaga sem segja það sem þeim finnst, alveg vægðarlaust. Þannig verður hlutunum að vera hátt- að. Ég er oft ekki sammála og stundum finnst mér gagnrýnin alveg út í hött en hún er heið- arleg engu að síður,“ segir Edda og hún er í beinu fram- haldi spurð á hverja hún hlusti helst. „Þeir eru margir og verða aldrei allir nefndir. Ég hlusta vel á Ingva Hrafn og ég hlusta á Elínu Hirst. Hugmyndir mín- ar hafa líka gjarnan farið sam- an við hugmyndir Páls Magn- ússonar. Góðir dagskrárgerð- armenn eru ómetanlegir, til dæmis Erna Kettler og Sig- urður Jakobsson sem vann með mér að Óskastundinni. Egill Eðvarðsson hefur líka gefið mér góð ráð í gegnum tíðina og ekki síst kvikmynda- tökumenn og tæknilið sem vinnur á bak við tjöldin og hef- ur reynst mér mjög vel. Ég á Ifka vini á Ríkissjónvarpinu! En gagnrýnandi minn númer eitt, tvö og þrjú er maðurinn minn og hann lætur mig alveg hafa það óþvegið." Hvað mætti betur fara í sjónvarpi? „Ég hef oft haft áhyggjur af of mikilli æsku- dýrkun á fjölmiðlunum. Þó veit ég ekki nema tímarnir séu ör- lítið að breytast núna. Við skulum sjá til í vetur. En það er varasamt ef fólk fær ekki að eldast í þessu fagi. í Bret- landi og Bandaríkjunum sjá- um við eldra fólk í faginu gera fína hluti í sjónvarpi, iðulega það besta. Þetta er fólk sem hefur unnið árum saman í sjónvarpi og áunnið sér traust áhorfenda. Fram til þessa hef- ur flóttinn úr starfinu verið of mikill hér heima. Þetta starf er krefjandi og þar af leiðandi lýj- andi þegar fram í sækir. Þess vegna þarf að skapa þær að- stæður að fólk endist. Ég er ekki með þessu að segja að við eigum ekki að gefa ungu fólki tækifæri. Þetta hefur ekk- ert með það að gera. Við þurf- um bara að finna réttu blönd- una. Mér finnst til dæmis gaman að heyra að Magnús Bjarnfreðsson kemur aftur á 21.TBL. 1993 VIKAN 19 VIÐTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.