Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 7

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 7
ar. „Eg man sérstaklega eftir því sem áhorfandi þáttarins í fyrra þegar Jón Gnarr talaði um grjót- hleðslur. Einhvern veginn hafði ég ekki búist við því að hann tæki eftir þeirn en þá er hann gamall grjóthleðslumaður. Þekkti vinnu- brögðin og kunni að meta vel unnar hleðslur." „Svo skoðum við heimili, för- um í heimsóknir tii fólks og skoð- um hvernig það skapar sitt nán- asta umhverfi. Hvernig því iíður vel. Hvað það vill hafa í kring- um sig til að því líði notalega þeg- sitja og borða morgunverðinn inni í eldhúsi eða er hann snædd- ur í borðstofu? Hvar lesa menn blöðin? Er sjónvarpið í öndvegi eða er það úti í horni? Þegar menn láta eftir sér að innrétta húsnæði sitt eftir eigin höfði seg- ir það mikið um persónuna. Þeir eru svo auðvitað líka til sem koma inn í einhverjar aðstæður og láta bara gott heita. Gera enga tilraun til að breyta neinu þótt þeir jafnvel ergi sig yfir ýmsu í langan tíma.“ Ánægðir áhorfendur „Það er lfka skemmlilegt hvað við höfum fengið jákvæð og sterk viðbrögð við þáttunum,“ segir Vala. „Eftir hvern þátt er gífur- lega mikið hringt inn þannig að þetta virðist vera umfjöllun sem fólk hefur beðið eftir. Auðvitað er líka mikill uppgangur í hús- byggingum og mjög margir í leit að húsnæði eða að hugsa um hús- næðiskaup. En þátturinn virðist einnig höfða til þeirra sem ekki eru að hugsa sér til hreyfings eða eru í annars konar húsnæðispæl- ingurn." „Þar hefur ekki hvað síst áhrif," grípur félagi hennar fram í, „að þetta er einmitt þessi mið- ill. Það eru til ágætis blöð sem fjalla um þetta efni en það eru ákveðin atriði sem ekki er hægt að koma til skiia í tímaritum. Til að mynda er erfitt að koma rým- inu til skila á pappír. í sjónvarpi getum við líka sýnt hreyfinguna, fólk á ferð innan húss, að setjast á stólana, að standa upp og þar fram eftir götun- um. Þátturinn er því ekki bara sér- stakur að því leyti að þar er fjallað um þetta efni, sem ekki hefur verið gert mikið af í sjón- varpi til þessa, heldur vegna þess að miðillinn hentar ákaflega velþarsem lykil- orð þáttanna er allt það sjónræna í kringum okkur. Þetta er það næsta sem áhorf- endur komast því að fara heim- sókn.“ Vala er reynd sjónvarpskona og áhorfendur hafa fengið að njóta vinnu hennar bæði á Stöð 2 og hjá Ríkissjónvarpinu. Hún virðist hafa gaman af að leggja vegi og ryðja brautir því þetta er í annað skipti sem hún kemur að alveg nýrri sjónvarpsstöð og tek- ur þátt í uppbyggingunni frá byrj- un. Er hún bjartsýn á framtíð þessarar nýju sjónvarpsstöðvar? „Já, svo sannarlega. Fyrsti vet- urinn sannaði svo ekki verður um ar heim kemur og það er náttúru- lega eins mismunandi og menn- irnir eru margir. Það er mjög gaman að sjá persónuleikann spegiast í vistarverunum. Þessar heimsóknir gefa áhorfendum oft margar skemmtilegar hugmynd- ir og þær þurfa ekki að vera dýr- ar eða umfangsmiklar,“ segir Vala. „Þá snýst umfjöilunin ekki um að sýna það fínasta og glæsileg- asta,“ tekurFjalarnú við. „Menn nota ýmsar aðferðir. Sumir gera allt sjálfir, aðrir kaupa tilbúið og enn aðrir láta sérhanna og smíða fyrir sig. Við erum ekki heldur með einhvern „gerðu það sjálf- ur" þátt þar sem leitað er uppi eitthvað heimasmíðað og heima- lagað heldur höfum við áhuga á hvernig menn velja saman hluti inn í híbýli sín. Við höfum áhuga á hvers vegna fólk segir við sjálft sig: Hérna ætla ég að búa og svona ætla ég að hafa þetta. Auð- vitað eru svo allar kenjarnar áhugaverðar líka; t.d. vilja menn villst að þessi sjónvarpsstöð er komin til að vera og á eftir að verða mjög öflug. Innlend dag- skrárgerð er mjög mikil og er- lendu þættirnir eru margir hverj- ir verðlaunaþættir og meðal vin- sæluslu þátta vestanhafs. Stjórn- endurnir vita svo sannarlega hvað þeir eru að gera. Þetta er al- veg ofsalega skemmtilegt. Þegar ég hannaði fyrst Stöð 2 og hellti mér svo í beinar og óbeinar út- sendingar var fjölmiðlaiandslag- ið mjög ólíkt því sem nú er. Það hefur orðið heilmikil bylting á þessum árum. Tæknin er orðin allt önnur. Heimurinn hefur opn- ast með tilkomu gervihnatta- stöðvanna og nú er jarðarkúlan eins og lítið þorp. Mér finnst landamæri ekki lengur merkjan- leg hvað fjölmiðla varðar. Nú er efni sent milli heimsálfa án mik- illar fyrirhafnar og það er mjög spennandi. Skjár einn er skemmtileg og lifandi stöð þar sem jákvæðir og skapandi aðilar vinna. Stjórnendurnir eru líka al- veg einstakir, kröftugir, hug- myndaríkir og skynsamir í öllum rekstri. Það er mjög gaman að vinna í þessu umhverfi." Fjalar hefur einmitt fundið þetta líka á þessum stutta tíma frá því hann kom inn í þetta. Hann hefur nefnt að honum finn- ist krafturinn alveg ótrúlegur: „Þetta er mj ög skapandi fólk sem þarna vinnur. Mest er það ungt fólk og framsækið sem þorir. Auk þess er það lífsglatt og það skiptir mjög miklu máli. Svo hafa stjórnendurnir fengið með sér reynt sjónvarpsfólk sem vinnur í sama anda og byrjendurnir og ég held að þessi blanda geri gott sjónvarp. Það er ríkjandi á Skjá einum þessi sami brautryðjenda- andi og var á Stöð 2. Það á mjög vel við mig að vinna að uppbygg- ingu og skapa eitthvað nýtt. Sem fjölmiðlamanneskja hef ég alllaf skipt reglulega um verkefni þannig að ég geti verið skapandi í hverju því sem ég tek mér fyrir hendur. Eg hef einnig nýtt mér þá listmenntun, sem ég fékk í Lista- akademíunni íKaupmannahöfn, í vinnu minni við dagskrárgerð. Eg vinn að auki á bak við vélina sem klippari og „producent11 og svo kem ég nálægt leikmynd og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.