Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 51

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 51
stuttu seinna og Söruh fannst hún vera utanvelta og hvergi eiga heima. Samt sem áður kom henni vel saman við for- eldra sína og stjúpforeldra og var niðurbrotin og mjög sorg- mædd þegar móðir hennar dó í bílslysi fyrir tveimur árum þrátt fyrir að samband þeirra hefði aldrei verið náið. Prinsinn á hvíta hestinum Sarah útskrifaðist úr menntaskóla átján ára göm- ul og hélt ekki til áframhald- andi náms. Hún fékk fyrst vinnu hjá almannatengslafyr- irtæki, vann um tíma hjá lista- galleríi og bókaútgáfu. Hún segist hafa lifað „fábrotnu“ lífi á þessum árum en eytt öll- um sínum aukapeningum í skemmtanir og föt. Hún virð- ist þó ekki hafa lifað fábrotn- ara lífi en svo að hún fór oft á skíði til Sviss og ferðast vítt og breitt um Evrópu með hin- um og þessum ástmönnum sínum. Það var svo árið 1985 sem Sarah hitti manninum sem hún ætlaði sér að eyða ævinni með, Andrew prins. Til að gera langa sögu stutta urðu þau ástfangin upp fyrir haus, trúlofuðu sig þann 19. mars 1986 og giftu sig í hinni frægu Westminister kirkju þann 23. júlí sama ár. En hamingja ungu hjón- anna entist ekki lengi. Sarah tók að fitna og það hafði mjög slæm áhrif á sálarlíf hennar. Hún eignaðist dæturnar, Beatrice árið 1988 og Euginie árið 1990, fitnaði enn meira og var um tíma að orðin rúm- lega hundrað kíló. Hin miskunnarlausa gula pressa í Bretlandi hæddist að henni og kallaði hana „The Duchess of Pork“, (pork =svín), vegna þyngdarinnar og gerði henni lífið leitt á ýmsan máta. Hún var einnig stöðugt borin saman við hina fallegu svilkonu sína, Díönu prinsessu, sem var grönn og ljóshærð. Til að bæta gráu ofan á svart var Andrew fjarverandi meirihluta ársins vegna starfs síns sem flotaforingi og því lenti uppeldi dætranna og all- ar konunglegu skyldurnar á Söruh. Tásogið ógurlega Það má því segja að það hafi fljótt komið brestir í hjónaband Söruh og Andrews og þau tilkynntu bresku þjóðinni að þau væru skilin að borði og sæng árið 1992. Staða Söruh var þó óljós næstufjögur árin eða allt þar til breska pressan birti mynd- ir af henni berbrjósta í sólbaði í Suður-Frakklandi með fjár- málaráðgjafa sínum John Bryan sem virtist hafa mikinn áhuga á tám Söruh og saug þær af áfergju. Þá var hinni íhaldssömu bresku konungs- fjölskyldu nóg boðið. Sarah og Andrew skildu endanlega og hún var svipt titlinum, „hennar konunglega hátign.“ Hertogaynjan hefur alltaf haft gaman af að versla og eyða peningum, eins og reyndar fleiri meðlimir bresku konungsfjölskyldunn- ar og þegar hún skildi stóð hún ein upp með skuldir upp á um 700 milljónir ís- lenskra króna. Sarah fékk hins vegar „að- eins“ um 50 milljónir ís- lenskra króna við skilnaðinn en til samanburðar má geta þess að Díana prinsessa fékk tæpa þrjá milljarða íslenskra króna við sinn skilnað. Sarah varð því að koma niður úr skýjunum og fara að vinna fyrir sér eins og sauð- svartur almúginn. Hún tók því fegins hendi boði amer- ísku megrunarsamtakanna Weight Watchers sem buðu Söruh væna fúlgu fyrir að vera í forsvari fyrir samtökin og fræða fólk um offitu. Rús- ínan í pylsuendanum var að sjálfsögðu boð Weight Watchers manna um að hjálpa Söruh sjálfri við að grenn- ast. Sarah tók strax til óspilltra málanna og léttist um tuttugu og fimm kíló á einu ári og hef- ur haldið þeirri þyngd síðan. Astalíf hennar hefur verið talsvert flókið síðan hún skildi og sífelldar getgátur hafa verið um hvort að hún og Andrew tækju sam- an aftur vegna mik- ils og náins vinskapar þeirra. Þeir sem til þekkja telja það þó ólíklegt því Sarah hafi eng- an áhuga á að verða hluti af konungsfjölskyldunni aftur og sé hæstánægð með stöðu sína í dag. Vikan 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.