Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 59

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 59
n:f;r,|,|:^H Jl« ist niður og reyndi að sofna en það gekk illa. Mér tókst að dotta undir morgun og um hádegið kom fangavörður með mat á bakka handa mér, ólystugan fisk með kartöfl- um. Ég snerti ekki matinn því mér leið svo illa. Skömmu síð- ar var ég sóttur til yfirheyrslu. Rannsóknarlögreglumaður talaði við mig í tvo klukku- tíma og ég reyndi að fara þann milliveg að vera sam- starfsfús án þess að gefa allt upp. Þótt ég væri reiður út í strákana vildi ég ekki vera einhver blaðurskjóða. Lög- reglan virtist vita í algjörum smáatriðum hvað gerðist því búið var að yfirheyra Kidda og Óla. Þeir höfðu greinilega sagt frá öllu. Ég þurfti ekki annað en samþykkja það sem lögreglan sagði. Ég var því ekki neyddur til að vera „skvíler“, eins og það er kall- að, eða kjaftaskur. Ég geri ráð fyrir að ég hefði frekar kosið að sitja lengur inni en segja það sem kom strákunum illa. Mér hefði fundist ljótt að svíkja vini rnína og fyrst ég vissi hvað þeir voru að fara að gera var ég auðvitað samsek- ur. Eftir yfirheyrsluna var ég leiddur niður í kjallara þar sem voru teknar af mér myndir og fingraför. Mér leið eins og stórglæpamanni og það var ekki góð tilfinning. Mamma hafði haft miklar áhyggjur af mér um nóttina því ég var vanur að láta hana vita ef ég gisti annars staðar, t.d. hjá kærustunni minni eða heima hjá pabba. Ég hringdi í mömmu þegar þetta var af- staðið og hún kom strax upp á lögreglustöð þótt ég hefði sagt henni að gera það ekki. Hún sagði mér síðar að rann- sóknarlögreglumaðurinn sem yfirheyrði mig hefði sagt við hana að hann ætti ekki von á því að sjá mig nokkurn tíma aftur undir svona eða svipuð- um kringumstæðum. Ég væri ekki af sama sauðahúsi og Kiddi og Óli. Ég veit ekki hvernig hann sá það en held að reyndir lögreglumenn sjái út hverjir eru alvöruglæpa- menn og hverjir ekki. Mamma varð mjög ánægð þegar hann sagði þetta við hana og róaðist mikið. Ég ákvað, í kjölfar þessa máls, að slíta öllu sambandi við strákana, sér- staklega eftir að þeir hringdu í mig viku seinna og báðu mig um að keyra sig í annan innbrots- leiðangur. Ég sagði í gríni við mömmu að hún ætti bara að segja þeim að ég væri dáinn ef þeir hringdu en veit ekki hvort hún hefur gert það. Ég held reyndar að strákarnir hafi alltaf skellt á þegar hún svaraði í símann. Ég fékk mér nýtt GSM-símanúmer og lét það vera leyninúmer. Mér hefur alveg tekist að losna við Kidda og Óla en hef heyrt ýmsar sögur um þá. Þeir hafa ýmist verið í meðferð eða inni á Litla-Hrauni síðustu árin. Nýlega frétti ég að það hefði slest upp á vinskapinn hjá þeim því þeir væru hættir að talast við. Kannski hefur ann- ar þeirra gerst „skvíler" gagn- vart hinum en það þykir hið versta mál í hörðum heimi glæpanna. Ég slapp ekki vel frá þessu ævintýri því ég hlaut tveggja ára skilorðsbundinn dóm og þurfti að hitta skilorðsfulltrú- ann minn, reyndar alveg frá- bæra konu, einu sinni í mán- uði. Hún var ekki með neina stæla og kom fram við mig eins og vitiborinn mann. Hún spurði mig bara hvað ég væri að gera, hvernig mér liði og svo spjölluðum við um daginn og veginn. Ég ákuað, í kjölfar þessa máls, að slíta öllu sambandí uíð strákana, sérstaklega eftir að þeír hríngdu í mig uiku seinna og báðu mig um að keyra sig í annan inn- brotsleiðangur. Mér hefur alveg tek- ist að losna við Kidda og Ola en hef heyrt ýmsar sögur um þá. Þeir hafa ýmist verið í með- ferð eða inni á Litla- Hrauni síðustu árin. Ég er mjög sáttur við fram- göngu lögreglunnar í þessu máli. Það er ekkert við hana að sakast og lögreglumenn- irnir voru bara að vinna sína vinnu og gerðu það vel. Þeir sýndu mér aldrei hörku eða dónaskap við yfirheyrslurn- ar en voru samt afar ákveðn- ir. Frá barnæsku hefur blund- að í mér sá draumur að verða lögreglumaður en ég hlýt að vera búinn að eyðileggja möguleika mína á að láta þann draum rætast með þessu dómgreindarleysi. Lesandi segir Guðríði Haraldsdóttur sögu sína Vilt þú deila sögu þinni meö okkur? Er eitthvað sem hefur haft mikil áhrif á þig, jafnvel breytt lífi þínu? Þér er vel- komiö aö skrifa eöa hringja til okkar. Við gætum fyllstu nafnleyndar. Ilciniilisf'aii^iö cr: Vikan - „Líl'sreynsliisaga“, Seljavegnr 2, 101 Reykjavík, Neflanj*: vikan@rrodi.is • ÍV K A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.