Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 28

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 28
Kjollinn leiddi okkur saman Þessi saga hefst eiginlega Þar sem ég sat á tann- læknastofunni og uar að bíða eftir að komast að. Farsíminn minn hringdi hátt og hvellt og í síman- um uar vinkona mín. Hún grátbað mig um að koma með sér í helgarferð til Akureyrar. Skömmu áður hafði stúlkan unnið helg- arferð fyrir tvo til ein- hvers áfangastaðar Flug- félags íslands á árshátíð fyrirtækisins sem hún vann hjá. Ferðin hafði ver- ið ráðgerð einmitt um hessa helgi en betta var á föstudegi og ætlaði vinnu- félagi hennar með henni. Sú hafði nú dottið úr skaftinu og mér var boðið að biggja ferðina í stað- inn. En ég var nú ekki á bví að fara. Tannlæknirinn ætti eftir að skoða tenn- urnar í mér og ég að fara heim, pakka og hafa mig til og allt betta ætiaðist hún tii að ég gerði áður en mæta bvrfti í flugið tveimur og hálfum klukkutíma síðar. Hún hélt áfram að nauða og sagði mér að færi ég ekki með henni missti hún þennan vinning sinn þar sem ekki væri hægt að hætta við á síðustu stundu þegar allt hefði verið pantað. Gjafabréfið hefði verið af- hent og það fengi hún örugg- lega ekki aftur fyrst hún væri þegar búin að láta það af hendi. Eftir nokkuð japl, jaml og fuður varð úr að ég sam- þykkti að fara með því skil- yrði þó að hún færi heim og pakkaði fyrir mig fötum til helgarinnar. Þessu lofaði vin- konan kampakát og við ákváðum að hittast úti á flug- velli. Tannlæknirinn fann ekkert að tönnunum í mér og ég losnaði svo fljótt að ég vissi að ég hefði tíma til að koma aðeins við heima. Eg hringdi því í vinkonu mína en hún af- tók það með öllu að ég færi að keyra alla leið heim til mín. Hún kvaðst vera tilbúin með tösku sem hún fullvissaði mig um að innihéldi allt sem ég þyrfti á að halda. Mamma hefði hleypt henni inn, sýnt henni hvar fötin voru geymd en síðan orðið að rjúka á burt. Vinkonan sagðist nú ekki hafa látið slíkt smáatriði eyði- leggja áætlanir sínar og bað mig bara blessaða að hitta sig úti á velli. Fyrst við værum í fyrra fallinu og gætum við fengið okkur kaffi og slakað á fyrir flugið. Þegar við vorum báðar mættar í flugstöðina fundum við að við vorum farnar að hlakka til ferðarinn- ar og fengum okkur bjór til að halda upp á skemmtunina sem var framundan. Vinkona mín kvaðst vera búin að kynna sér allt það markverðasta sem var á döf- inni á Akureyri um þessar mundir og hún sagðist hafa pantað fyrir okkur borð á fín- asta veitingastaðnum fyrir norðan. Eg óaði og æjaði við þessar fréttir og spurði hvort hún hefði örugglega tekið með einhverjar sæmilegar flíkur handa mér að fara í á svona fínan stað. Hún hélt það nú. Kvaðst hafa tekið sparikjólinn minn nýhreins- aðan út úr skápnum. Ég Kona á mínum aldri myndí ekki kjósa að láta finna síg dauða í slíkri flík. minntist þess ekki að hafa ný- lega farið með kjólinn í hreinsun svo ég spurði hana hvernig hún vissi að kjólinn væri hreinn. Jú, það var auð- velt, kjóllinn var pakkaður í plast frá hreinsuninni í hverf- inu mínu. Eitthvað hnykklaði ég brýrnar yfir þessum frétt- um en ákvað svo að sennilega hefði mamma gripið kjólinn minn og látið hreinsa hann um leið og eigin fatnað. Ekki rétti kjólinn Kallað var út í vélina og við vinkonurnar gengum um borð. Við vorum kátar og hressar alla leiðina norður og það var mikið spjallað um hvernig helginni yrði eytt. Við vorum fljótar að fá leigubíl heim á hótelið og þegar þang- að kom fórum við að taka upp úr töskunum. Ég var ekki fyrr búin að lyfta upp fyrstu flík- inni en ég áttaði mig á hvað hafði gerst. Heima hjá mér eru engir skápar aðrir en stórt fataherbergi sem nýtist allri fjölskyldunni. Vinkona mín hafði farið í skápinn mömmu megin og tínt ofan í töskuna ýmsar flíkur af henni, þar á meðal rauðan sparikjól sem að vísu er svipaður á litinn og kjóll af mér en að öðru leyti myndi kona á mínum aldri ekki kjósa að láta finna sig dauða í slíkri flík. Kjóllinn var auk þess minnst tveimur númerum of stór á mig. Sömu sögu var að segja af flestu öðru sem í töskunni var. Þótt ég hugsanlega gæti í neyð verið í nærbuxunum hennar mömmu fannst mér ég tæpast komast upp með að fara í brjósthaldara af henni því mamma er mun barmmeiri en ég. Ég hefði sennilega þurft bómullar- poka til að fylla upp í skálarn- ar. Og fyrst minnst er á skál- ar þá hellti ég úr skálum reiði minnar yfir vinkonu mína og spurði hverslags fífl það væri sem sæi ekki muninn á fötum af mér kerlingafötum af mömmu. Hún var auðvitað ákveðin í að reyna að gera gott úr öllu og hélt því fram að um eðlileg mistök hafi verið að ræða. Hún sagði sömuleið- is að þar sem kjóllinn hennar mömmu væri með frekar víðu sniði gæti ég alveg notað hann á veitingastaðnum um kvöld- Þegar hann dáðist að bví hversu fínn kjollinn minn væri kímdi vinkona mín í barmínn. ið. Ég vissi ekki hvert ég ætl- aði. Ef hún héldi að ég léti sjá mig í þessum ósköpum á fín- um veitingastað í höfuðstað Norðurlands þá skyldi hún hugsa sig betur um. Ég rauk niður í gestamót- tökuna og spurði hvort ein- hver fatabúð í bænum væri opin. Konan sem varð fyrir svörum hélt að Hagkaup væri 28 Vikan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.