Vikan


Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 60

Vikan - 12.09.2000, Blaðsíða 60
Texti: Vala Ósk B e r g s v e i n s d ó 11 i r Margrét María Sigurðardóttir Kæra Margrét, Ég skildi fyrir fjórum árum en fór að búa með öðrum manni í fyrra. Ég ætla mér svo sannarlega að eyða ævinni með honum og við erum meira að segja farin að hugsa um barneignir. Hann bað mín núna í ágúst og vill endilega að við giftum okkur en ég er hálfsmeyk við það, því eins og þú veist þá forðast brennt barn eldinn. (Satt að segja veit ég ekki af hverju því þetta er góður mað- ur.) Skilnaðurinn minn var erf- iður og ég er varla tilbúin í hjóna- band eftir allt það vesen. En kærastinn minn vill endilega að við giftum okkur og hann benti mér á að ég ætti að hugsa út í það hversu miklu betra það væri laga- lega að vera gift. Er það satt? Hann sagði líka að ef við skildum á annað borð þá væri vesenið ekkert minna þótt við værum ógift. Er það líka satt? Þér finnst þetta kannski und- arleg spurning, en er á einhvern hátt betra að vera giftur en í sam- búð, lagalega séð? Kœr kveðja, Vera Komdu sæl Vera. Gott að þú skrifaðir því þetta er mál sem margir hugsa um. Það er ánægjulegt að þú skulir hafa fundið ástina aftur. Það sem þú ert að spyrja um er flókið og viða- mikið. Ég ætla að leitast við að svara aðalatriðum á einfaldan hátt. Kærastinn þinn hefur rétt fyrir sér í meginatriðum. Veiga- mikill munur felst þó í því hvort þið eigið börn saman eða ekki. Ef þið eruð í sambúð, eigið börn saman og viljið ljúka sambúðinni þá þurfið þið að fara til sýslu- manns og slíta henni á formlegan hátt. Ef börn eru ekki til staðar, eða þau orðin eldri en 18 ára, þarf þetta ekki. Með sambúðarslitun- um er ákvörðuð forsjá barnanna og meðlagsgreiðslur með þeim. Ef þið eruð gift verður formleg- ur skilnaður að eiga sér stað hvort sem þið eigið börn eða ekki. Iðulega á hann sér stað hjá sýslumanni. Með skilnaðinum er ákvörðuð forsjá barna, meðlags- greiðslur, lífeyrisgreiðslur svo og eignaskipti. I meginatriðum hefur þó rétt- arstaða varðandi sambúð og hjú- skap verið jöfnuð í lifanda lífi að- ilanna. Þó er grundvallarmunur á þessu tvennu við andlát ann- ars aðilans, en þá er réttarstað- svarar an ólík. Sambýlisfólk hefur ekki erfða- rétt nema það geri erfðaskrá þar að lútandi. Ef aðilar eiga börn eru þau skylduerfingjar og þá er aðeins hægt að ráðstafa 1/3 af eignum með erfðaskrá. Sambýl- isfólk hefur ekki rétt til setu í óskiptu búi, sem oft er mjög mik- ilvægt til að raska ekki fjölskyld- unni. Ef sambýlisfólk vill ekki gifta sig af einhverri ástæðu er grundvallaratriði að allar helstu eignir búsins séu skráðar á nafn beggja aðila, einnig er mikilvægt að gera erfðaskrá milli þeirra þar sem viðkomandi ráðstafa eignum hvort til annars. Mín ráðlegging er sú að þú tak- ir bónorði hans, fyrst þú ert ákveðin í að eyða ævinni með honum og farin að hugleiða barn- eignir. Til hamingju. Margrét María Hugsum jákvætt - verum glðð! mEjMSÆmx llr! IHH-I[II Gerðu bér grein fyrir bínum neikvæðu hugsunum Fyrsta skrefið í átt að algerri já- kvæðni er að gera sér grein fyrir neikvæðum hugsunum. Neikvætt fólk talar stanslaust um óréttlæti og mismunun. Þetta fólk lítur oft á sig sem fórnarlömb. Það trúir ekki á hæfileika heldur telur allt vera heppni og er mjög gagnrýn- ið á sjálft sig og/eða aðra. Svart- sýnt fólk lætur aðstæður leiða sig áfram í lífinu frekar en að taka ráðin í sínar hendur. Þetta fólk hefur oft lílið viðnám gegn sjúk- dómum. Ef þetta hljómar kunn- uglega í þínum eyrum skaltu skrifa lista yfir það sem þér finnst hugsanlega stuðla að neikvæðni. Reyndu að breyta viðhorfum bínum Nú, þegar þú hefur gert þér grein fyrir neikvæðninni, skaltu reyna að breyta henni í jákvæðni. Til dæmis er gott að segja við sjálf- an sig að vikan hafi alls ekki ver- ið alslæm, þú hafir aðeins átt eina eða tvær slæmar stundir. Ekki reyna að vera fullkomin(-n) - reyndu bara þitt besta. Líttu frek- 60 Vikan Lærðu að bíara ekki að slá í gegn þarf það ekki að þýða að þú sért misheppnuð(- aður). Það eina sem við fáum út úr því að vera svartsýn eru von- brigði og reiði. Vertu bjartsýnismanneskja Líttu upp til manneskju sem er bjartsýn. Jákvætt fólk hefur yfir- leitt gott skopskyn, það lærir af mistökum sínunt og forðast fólk sem er með niðurrifsstarfsemi. Fólk sem er yfirleitt bjartsýnt er mun fljótara að hressast eftir veikindi. Rannsóknir sýna að konur, sem hafa alla tíð haft bar- áttuanda og fá brjóstakrabba- rnein, lifa lengur en þær sem hafa upplifað tilgangsleysi einhvers staðar á lífsleiðinni. hvað þú ert að glíma, heldur hvernig þú glímir við verkefnið. Ekki álykta ósjálfrátt að þú get- ir ekki ráðið við erfið verkefni. Reyndu heldur að finna jákvæð- ar hliðar á þeim, eða jafnvel lausn ef hægt er! Hugsaðu big tvisvar um Ræddu neikvæðar tilfinningar horfa fram hjá öllu því góða sem breyta þessu. Gerðu iista yfir það sent þú hefur lært á síðustu þrem- ur mánuðum. Hrósaðu síðan fólkinu í kringum þig og þegar þetta fólk fer að endurgjalda hrósið, skaltu umfram allt njóta þess. Þegar eitthvað slæmt gerist bregðumst við yfirleitt við með því að reyna að bjarga öllu þeg- ar í stað, oft óhugsað. Það er betra að staldra aðeins við og leita eftir meiri upplýsingum áður en þú framkvæmir. Mundu eftir góðu hlutunum Svartsýnt fólk á það til að gera of mikið úr mistökum sínum og Skrifaðu tilfinningar þínar í dag- bók og ræddu þær svo við ein- hvern nákominn þér. Rannsókn- ir sýna að krabbameinssjúkling- ar, sem fá vikulega aðstoð við að tjá tilfinningarsínar, lifa helmingi lengur en þeir sjúklingar sem að- eins fá hefðbundna læknismeð- ferð. Gerðu bér grein fyrir bví sem skiptir máli Gerðu lista yfir þau tíu markmið sem þú vilt ná. Veldu markmið sem munu auka sjálfstraust þitt og byrjaðu á því auðveldasta. Lestu listann yfir reglulega. Markmið auðvelda þér lífið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.