Menntamál


Menntamál - 01.03.1936, Page 19

Menntamál - 01.03.1936, Page 19
MENNTAMÁL 17 Sumum kann að virðast kröfur þessar draumórakennd fjarstæða. En hugsum oss til samanburðar, hvernig muni hafa verið fyrir 50—60 árum litið á þá kröfu, að vel menntaður og vel launaður læknir þyrfti að vera í hverju héraði landsins. Þegar þjóðin hefir áttað sig á því, að fyrirbrigði þau, sem harnakennarar fást við, sálarlíf, þroska- og vaxtarlögmál barnsins, eru sízt einfaldari eða vandaminni viðfangs en t. d. verksvið læknanna, þá mun eigi verða fyrirstaða á því að viðurkenna og uppfylla hin- ar liógværu kröfur voiar. Og vissulega líða eklci marg- ir áratugir þangað til, að litið verður á þá skoðun með meðaumkvunarblandinni undrun, að meiri menntun þurfi til að vera t. d. prestur eða lögfræðingur heldur en barnakennari. Nefnd frá fulltrúaþingi S. í. B. er starfandi i máli þessu. Fullkomið bókasal'n í uppeldisvísindum þarf að kom- ast á fót hér á landi sem allra fyrst. Þessi fræðigrein, eða réttara sagt fræðigreinar, verða umfangsmeiri, marg- þættari og áreiðanlegri með hverju árinu. Mesti sægur kemur út árlega af hókum um þessi efni, sem mikið er á að græða. Fyrir kennara hér heima eru allir þess- ir fjársjóðir sýnd veiði en elcki gefin. Vér fáum reykinn af réttunum, þegar vér lesum mánaðarlegar bókaskrár heimsmálanna, en svo er það lieldur ekki meira. Enginn einstaldingur og sízt úr stétt barnakennara, hefir efni á að bæta úr þessari þörf af eigin rammleik. En við svo búið verður ekki unað öllu lengur. I hverju siðuðu landi öðru mun vera til a. m. k. eitt safn hinna merk- ustu hóka í uppeldisvísindum. Þegar svo við þennan vesaldóm heirna fyrir bætist það, að oss er bannað að fara til annara landa, þá fer skörin að færast upp í bekkinn. Tilraunaskólar. Allir, sem liugsa alvarlega um skóla- mál vor íslendinga nú á dögum, munu vera sammála um, 2

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.