Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 17

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL 83 af rannsóknum sínum, bekkurinn skrifar niður, og þannig fæst vinnubók, sem börnin hafa sjálf tekið saman. Ef niðurstöður einhvers vinnuflokksins voru óljósar, þá virt- ist bekkurinn spyrja miskunnarlaust og láta óánægju sína í ljós, ef ekki fengust svör. Nokkur ys var í bekkjardeild- um sums staðar, þar sem þessi kennsluaðferð var notuð, þó virtist það eingöngu komið undir stjórnsemi kennarans. Víðast töluðu börnin í hálfum hljóðum, svo manni virt- ist bekkurinn minna fremur á lestrarsal landsbókasafns- ins en venjulega kennslustund. Kennsluaðferð þessi þykir einkum gefast vel í yngri deildum, þar sem seinum og fljótum, heimskum og vitrum er skipað saman í deildir. Að sjálfsögðu læra velgefin börn meira af þeim niðurstöðum, sem nefndirnar komast að, en þeir treggáfuðu hafa starfað með. Eitt af aðalverkefnum kennarans og bókavarðar er að sjá um, að allir starfi. Það er gert mikið að því að slá á þá strengi hjá börnunum, að bekkurinn sé lítið þjóðfélag, þar sem allir séu jafnréttháir, og þar sem hjálpsemi sé borgaraleg skylda. Heimavinnu er að jafnaði ekki krafizt. Allt starf er unnið í skólanum, en þó sögðu mér kennarar, að mörg börn læsu mikið heima. Þetta á annars við um alla gagnfræðaskóla, er ég kynntist í Bandaríkjunum, heima- vinna var lítil eða engin. Fjölda margir nemendur stunduðu einhverja atvinnu, eftir að skóla lauk á daginn, t. d. í matsöluhúsum, þvotta- húsum, verzlunum, sendiferðum o. s. frv. — Mjög sjald- gæft er að sjá okkar yfirheyrsluaðferðir, þó munu þær til, en eru sem óðast að hverfa. Ekki tel ég nokkurn vafa á því, að kennsluaðferð sú, er áður var lýst, útheimtir miklu meiri vinnu, alúð og hæfni af kennaranum en kennsluað- ferðir þær, er við eigum að venjast. Mér virtust kröfur þær er góður skóli gerði til kennara sinna, svo miklar, að aðeins úrvalsmenn gætu fullnægt þeim. Vinnutími kennara er langur. Víðast verða þeir að koma kl. 8 árdegis og vera til 4 síðdegis. Og tíminn frá 8—8.30 er ætlaður til að undir-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.