Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 20

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 20
86 MENNTAMÁL ar að láta þetta mál til sín taka meira en þeir nú gera? Það er engum vafa undirorpið, að þeir geta haft miklu meiri áhrif á þjóðfélagslegan þroska nemenda en þeir nú hafa, ef starfið er skipulagt. Þá er það valfrelsi námsgreina. í Bandarikjunum geta unglingar strax á 12—14 ára aldri valið sér þau viðfangs- efni, sem þeir hafa áhuga á, ef hæfileikar eru fyrir hendi og skólastarfið frá 12—18 ára aldurs gefur ekki aðeins ákveðin réttindi til framhaldsnáms í skólum. Maður, sem lagt hefur stund á málmsmíðar, vélaviðgerðir eða málara- iðn í skóla, hefur nokkur réttindi í þeim greinum, og er mjög skamma stund að öðlast full réttindi iðnlærðs manns. Eins og ég áður drap á þá hneigjast nú margar þjóðir að þessari stefnu og telja slíka kennslu og réttindi nauðsynleg iðnmenningu sinni. Tel ég lítinn efa á, að við ættum einnig að athuga mögu- leika á því að gera gagnfræðanám gagnlegra en það er nú. Mætti þá ef til vill athuga hvort ekki væri rétt, að kennsla, sem nú fer fram í húsmæðraskólum og iðnskólum, svo dæmi séu nefnd, að meira eða minna leyti, fari fram í gagnfræða- skólum. Treggáfaðir eða seinir nemendur, sem nú stunda nám í bóknámsgreinum gagnfræðaskóla og víðar, geta alls ekki tileinkað sér allt það bókvit sem nú er af þeim krafizt. Gefast þeir oft upp við nám og skapast af hinn versti slæpingsháttur og hyskni. Er þá eytt til einkis eða lítils gagns þeim æfiárum nemenda, sem þeir eiga auð- veldast með að ná leikni í verklegum greinum. Þegar menn hafa náð ákveðnum aldri, treystast þeir sjaldan til að hefja verkleg störf, sem þeim eru að öllu ókunn. Þetta er alkunnugt vandamál hér og á Norðurlöndum víða, en ná- lega óþekkt í Bandaríkjunum og Kanada. Mun skökk skóla- menntun eiga mikla sök hér á. Skólar okkar hafa lítið eða alls ekki leitað að hæfileik- um og áhuga nemenda sinna, heldur einhliða leitazt viö að þroska minnis- og framsagnargáfu, og svo undrast menn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.