Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 15

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 15
MENNTAMÁL 81 o. s. frv., eftir því sem hann hefur áhuga á og hæfni til. Flestir verknemar hafa nokkra kennslu í reikningi sam- hliða enskunáminu. Það gefur að skilja, að flestir verknemar ná allmikilli leikni í verknámsgrein sinni, þar eð námstími er oft 3 stundir daglega í 3 ár. Megináherzla er því lögð á að finna það starf, sem nemandinn hefur mesta hæfni til að vinna og mestan áhuga á, en þetta tvennt fer nálega ætíð saman. Þetta verklega nám veitir nemendum tvenns konar rétt- indi. Það gefur rétt til framhaldsnáms í iðnskólum og háskólum og það veitir réttindi á vinnumarkaði, sem þó eru engan veginn lögbundin. Maður, sem stundað hefur bifvélaviðgerðir í gagnfræðaskóla fær oftast hærra kaup en sá, sem er algerlega ófaglærður. Það er þessi tæknilega menntun, sem t. d. Svíar eru nú að berjast fyrir, að kom- ið verði á þar í landi, og sem Rússar eru að reyna að koma á hjá sér líka að sögn. Þetta mun vera vegna þess, að talið er að iðnmenning nútímans fái varla þrifizt, nema meginþorri íbúanna séu vel kunnir flestum þeim vélum, sem daglegt líf byggir á. Tæknileg sérmenntun einstakra manna er of dýr. Einstaklingar hafa ekki ráð á að láta sérfróða menn gera við allt, sem aflaga fer. Verklegt nám og bóklegt er venjulega að finna innan sama skóla. Sumir skólar í stórum borgum bjóða nem- endum um eða yfir 100 námsgreinar, sem þeir geta valið úr. Ég gat þess áður, að hlutverk leiðbeinenda, sem starfa við flesta skóla, sé fyrst og fremst að sjá um, að nemend- ur finni sína réttu hillu í lífinu. T. d. var mér sagt í skóla einum í Minnesota að all- margir nemenda, sem höfðu áhuga á verkfræði og eðlis- fræði, yrðu að hætta við þessar námsgreinar, þar eð þeir næðu ekki nógu góðum árangri í reikningi. Spjaldskrá er færð yfir alla nemendur, námsafrek þeirra, þátttöku í félagsmálum, íþróttum o. s. frv. Er oft fljótlegt fyrir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.