Menntamál - 01.10.1953, Síða 15

Menntamál - 01.10.1953, Síða 15
MENNTAMÁL 81 o. s. frv., eftir því sem hann hefur áhuga á og hæfni til. Flestir verknemar hafa nokkra kennslu í reikningi sam- hliða enskunáminu. Það gefur að skilja, að flestir verknemar ná allmikilli leikni í verknámsgrein sinni, þar eð námstími er oft 3 stundir daglega í 3 ár. Megináherzla er því lögð á að finna það starf, sem nemandinn hefur mesta hæfni til að vinna og mestan áhuga á, en þetta tvennt fer nálega ætíð saman. Þetta verklega nám veitir nemendum tvenns konar rétt- indi. Það gefur rétt til framhaldsnáms í iðnskólum og háskólum og það veitir réttindi á vinnumarkaði, sem þó eru engan veginn lögbundin. Maður, sem stundað hefur bifvélaviðgerðir í gagnfræðaskóla fær oftast hærra kaup en sá, sem er algerlega ófaglærður. Það er þessi tæknilega menntun, sem t. d. Svíar eru nú að berjast fyrir, að kom- ið verði á þar í landi, og sem Rússar eru að reyna að koma á hjá sér líka að sögn. Þetta mun vera vegna þess, að talið er að iðnmenning nútímans fái varla þrifizt, nema meginþorri íbúanna séu vel kunnir flestum þeim vélum, sem daglegt líf byggir á. Tæknileg sérmenntun einstakra manna er of dýr. Einstaklingar hafa ekki ráð á að láta sérfróða menn gera við allt, sem aflaga fer. Verklegt nám og bóklegt er venjulega að finna innan sama skóla. Sumir skólar í stórum borgum bjóða nem- endum um eða yfir 100 námsgreinar, sem þeir geta valið úr. Ég gat þess áður, að hlutverk leiðbeinenda, sem starfa við flesta skóla, sé fyrst og fremst að sjá um, að nemend- ur finni sína réttu hillu í lífinu. T. d. var mér sagt í skóla einum í Minnesota að all- margir nemenda, sem höfðu áhuga á verkfræði og eðlis- fræði, yrðu að hætta við þessar námsgreinar, þar eð þeir næðu ekki nógu góðum árangri í reikningi. Spjaldskrá er færð yfir alla nemendur, námsafrek þeirra, þátttöku í félagsmálum, íþróttum o. s. frv. Er oft fljótlegt fyrir

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.