Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 11

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 11
MENNTAMÁL 77 neyðzt til að ráða menn til kennarastarfa, enda þótt mennt- un þeirra væri nokkuð ábótavant. Þá er og mikil sam- keppni frá iðnfélögum og öðrum einkafyrirtækjum um bezt menntu og duglegustu mennina. Skólarnir verða því að greiða vel færum atorkumönnum góð laun, ella fá þeir aðeins miðlungsmenn í kennarastétt. Yfirleitt mun kenn- arakaup í Bandaríkjunum vera nokkru hærra en hér gerist, borið saman við kaup ófaglærðs verkamanns í báðum löndunum. Þó er þetta m.jög misjafnt. í New York- ríki og Kaliforníu eru kennaralaun að meðaltali allt að því fjórum sinnum hærri en t. d. í Mississippiríki. Það seg- ir sig sjálft, að fáir duglegir kennarar veljast til Missis- sippi, og að menntun þeirra er mjög ábótavant. Þau rílci, sem hæst bjóða laun, soga til sín bezt menntu mennina. Þetta á við bæði um iðnað og skóla. Skólabyggingar eru að sjálfsögðu mjög misjafnar í þessu stóra — eða réttara sagt mörgu löndum. í iðnhér- uðum og borgum er víða að finna mjög hagkvæmar skóla- byggingar, rúmgóðar og búnar þeim fullkomnustu kennslu- tækjum, sem ég hef nokkurn tíma séð. Oft virtist mér sem stór iðnfyrirtæki kepptust um að gera skóla sveitar sinnar eða borgar sem bezt úr garði, einkum tæknilega að sjálfsögðu. Þá hafa skólarnir stundum samvinnu við ið.juhölda um kennslu. Iðnrekendur segja til um það, á hvaða sviði þá muni vanta tæknilega menntaða menn á næstu árum, og eru skólanum hjálplegir með útvegun tækja til kennslunnar, ef um nýja grein er að ræða. Nemendum þeirrar greinar er svo tryggð atvinna strax að námi loknu. Hér er því varla hægt að tala um góðgerðastarfsemi af hálfu iðnrekenda heldur hitt að tryggja sér hæfa starfs- krafta og vekja athygli á fyrirtæki sínu, en að sögn þrífst ekkert iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum án auglýsinga. Þá fá skólarnir feikn af tækjum frá her og flota, tæki, sem úrelt eru til hernaðar en ágæt til kennslu, t. d. útvarps- tæki, sjónvarp, rafmagnsvélar ýmiss konar og vélahluta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.