Menntamál - 01.10.1953, Page 11

Menntamál - 01.10.1953, Page 11
MENNTAMÁL 77 neyðzt til að ráða menn til kennarastarfa, enda þótt mennt- un þeirra væri nokkuð ábótavant. Þá er og mikil sam- keppni frá iðnfélögum og öðrum einkafyrirtækjum um bezt menntu og duglegustu mennina. Skólarnir verða því að greiða vel færum atorkumönnum góð laun, ella fá þeir aðeins miðlungsmenn í kennarastétt. Yfirleitt mun kenn- arakaup í Bandaríkjunum vera nokkru hærra en hér gerist, borið saman við kaup ófaglærðs verkamanns í báðum löndunum. Þó er þetta m.jög misjafnt. í New York- ríki og Kaliforníu eru kennaralaun að meðaltali allt að því fjórum sinnum hærri en t. d. í Mississippiríki. Það seg- ir sig sjálft, að fáir duglegir kennarar veljast til Missis- sippi, og að menntun þeirra er mjög ábótavant. Þau rílci, sem hæst bjóða laun, soga til sín bezt menntu mennina. Þetta á við bæði um iðnað og skóla. Skólabyggingar eru að sjálfsögðu mjög misjafnar í þessu stóra — eða réttara sagt mörgu löndum. í iðnhér- uðum og borgum er víða að finna mjög hagkvæmar skóla- byggingar, rúmgóðar og búnar þeim fullkomnustu kennslu- tækjum, sem ég hef nokkurn tíma séð. Oft virtist mér sem stór iðnfyrirtæki kepptust um að gera skóla sveitar sinnar eða borgar sem bezt úr garði, einkum tæknilega að sjálfsögðu. Þá hafa skólarnir stundum samvinnu við ið.juhölda um kennslu. Iðnrekendur segja til um það, á hvaða sviði þá muni vanta tæknilega menntaða menn á næstu árum, og eru skólanum hjálplegir með útvegun tækja til kennslunnar, ef um nýja grein er að ræða. Nemendum þeirrar greinar er svo tryggð atvinna strax að námi loknu. Hér er því varla hægt að tala um góðgerðastarfsemi af hálfu iðnrekenda heldur hitt að tryggja sér hæfa starfs- krafta og vekja athygli á fyrirtæki sínu, en að sögn þrífst ekkert iðnfyrirtæki í Bandaríkjunum án auglýsinga. Þá fá skólarnir feikn af tækjum frá her og flota, tæki, sem úrelt eru til hernaðar en ágæt til kennslu, t. d. útvarps- tæki, sjónvarp, rafmagnsvélar ýmiss konar og vélahluta.

x

Menntamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.