Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 36

Menntamál - 01.10.1953, Blaðsíða 36
102 MENNTAMÁL hans um starfsaðferðir og efnisval er mjög skert. Hins vegar er kennsla ýmissa námsgreina þess eðlis, að hún verður svo bezt nokkurs virði, að persónufrelsi kennara og nemenda sé ekki misboðið. Við það bíður hin and- lega nautn af náminu hnekki og þá jafnframt ávöxtur- inn. Sérstaklega á þetta við um námsefni, þar sem per- sónulegt mat, sjálfstæðar athuganir og vinnuaðferðir koma mest til greina, svo sem bókmenntir, sögu, náttúru- fræði og landafræði. Hins vegar kemur þetta síður að sök, þegar námsefnið er að miklu leyti fólgið í formsatriðum og meginreglum svo sem málfræði, stafsetning, greina- merkjasetning, stærðfræði og eðlisfræði. Er þó mjög æskilegt, að nemendur iðki sjálfstæðar athuganir í eðlis- fræði, en skilyrði til þess eru víðast hvar næsta lítil í ís- lenzkum skólum. Á uppeldismálaþingi 1951 var gerð samþykkt, þar sem látin var í ljós sú skoðun, að stefna beri að því að af- nema landspróf miðskóla í öðrum greinum en íslenzku, er- lendum málum og stærðfræði. Með þessu væri mjög bætt úr ágöllum prófsins. Geta má þess, að dönsk nefnd, sem fjallaði um tilhög- un kennaramenntunar, lagði nýlega til, að líkt fyrirkomu- lag yrði haft á inntöku í kennaraskóla. Samræmt próf skyldi haldið aðeins í dönsku, stærðfræði og erlendum málum. I öðrum greinum áttu að duga próf frá þeim skólum, þar sem nemendur höfðu stundað nám. Hvaða rök liggja þá til þess að halda landspróf mið- skóla, úr því að það er slíkum vandkvæðum háð? Ákvæðin um það voru einkum sett til þess að auðvelda þeim, sem búa utan Reykjavíkur og Akureyrar aðgöngu að æðri menntastofnunum. Það er útgjaldasamt að kosta ungling 6—7 vetur í menntaskóla fjarri heimili sínu og mörgu foreldri ofviða. Mikill munur er á því, að veturnir séu ekki nema 4, auk þess sem unglingar eru stórum bet- ur færir um að afla sér nokkurra tekna sjálfir hin síðari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Menntamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.