Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 18

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 18
HVERS VEGNA ERU STUNDUM 29 DAGAR í FEBRÚAR? Hvers vegna voru 29 dagar núna i febrúar? Mörg ykkar hafa eflaust velt þessu fyrir sér án þess að komast að neinni niðurstöðu. Jú, það er að vísu hlaupár [ ár, en hvers vegna er einum degi fleira í hlaupári en venjulegu ári? Til þess að finna svar við því verðum við að fara 2000 ár aftur i tímann. Þá var Róm aðal-menningarmiðstöð heims- ins, og þá réði þar ríkjum maður að nafni Júlíus Cæsar. 46 árum áður en okkar tímatal byrjar lögleiddi hann hið svonefnda júlianska tímatal, sem er raunar mjög líkt okkar timatali. Að öllum líkindum hefur Cæsar að nokkru farið eftir tímatali Egypta, þegar hann gerði þessa breytingu. Egyptar miðuðu tímatal sitt við svonefnt sólarár, en hjá Rómverjum var tímatalið þannig, að árið 46 átti að hafa 455 daga. Eftir þessa breytingu Cæsars voru 365 dag- ar í árinu, en fjórða hvert ár var nefnt hlaupár, og þá bættist einn dagur við i febrúar, sem þá var siðasti mánuður ársins. í einu sólarári eru 365 dagar og tæp- ir 6 timar. Útreikningur Cæsars var ekki alveg nákvæmur af þvi að hann reikn- aði með þvi, að í árinu væru 365 dagar og nákvæmlega 6 tímar. Hann mis- reiknaði aðeins um nokkrar minútur, en það var nóg til þess, að á næstu öldum komst á misræmi milli gangs sólarinnar og þágildandi tímatals. Árið 1582 ákvað Gregor páfi 13. að sleppa úr 10 dögum til þess að laga skekkjuna. Næsti dagur á eftir 4. októ- ber það ár varð þess vegna ekki 5. heldur 15. október. Til þess að slík skekkja kæmi ekki fyrir aftur var ákveðið, að siðasta hlaup- ár hverrar aldar skyldi ekki vera hlaup- ár nema ártal aldarinnar væri deilanlegt með 400. Árið 1600 var þess vegna hlaupár en ekki árið 1700, árið 1800 var hlaupár en ekki árið 1900. Þetta timatal er nefnt gregoríanska tímatalið og hefur verið tekið upp i flestum lönd- um heims. Síðast var það tekið upp í Sovétríkjunum árið 1917, en þá var timatalið þar orðið 13 dögum á eftir okkar tímatali. Byltingin 7. nóvember er lika oft nefnd októberbyltingin þarlendis. Námið i skólanum og dvöl i heimavist hans er ókeypis. Námstiminn er sex til átta ár. Á þessum tima fá nemendur almenna undirstöðumenntun um leið og þeir læra listdans og nema líka leikhússögu, ballettsögu, tónlistarsögu og lista- sögu. Og mikil rækt er lögð við nám i frönsku, þar sem öll hugtök hins sígilda dans eru af gamalli hefð á frönsku. Einnig er kennd leiklist og förðun, og námskeið eru haldin í fagurfræði. En aðaláherzlan er lögð á sigildan dans. Með því að lita við í nokkrum bekkjum er hægt að fylgjast með því, hvernig nemendur ná smám saman skref fyrir skref valdi á hinum ýmsu flóknu þáttum danslistarinnar. Æfingar við slána, á miðju gólfi, fyrstu stökkin, snúningar... Dansinn verður æ flóknari og kröfur til nemenda stöðugt meiri. Og i hverjum nýjum bekk eru nýjar greinar danslistarinnar kenndar: sögudans, karakterdans og dúett. Kennsluaðferðir ( skólanum mótast af viðleitni til að varðveita beztu hefðir hins rússneska balletts og hagnýta að fullu hina auðugu arfleifð, sem beztu kennarar fyrri tíma hafa látið eftir sig, og svo þjóðdansa. Stöðugt er verið að fullkomna kennsluaðferðir eins og reyndar allan hinn klasslska ballett í heild. Það er verkefni skólans, að tilvonandi listdansarar nái ekki aðeins fullu valdi á hinni flóknustu danstækni, heldur geti lika túlkað listrænt hvaða hlutverk sem er á sviðinu. Verkefnaval Bolsjoj-leikhússins hefur að sjálfsögðu áhrif á námsskrá skólans — bæði gamlar og nýjar sýningar þess. Sviðsreynsla hefur mikilvægu hlutverki að gegna við mót- un hinna ungu listamanna. Frá unga aldri taka börnin þátt í sýningum Bolsjoj-leikhússins. Og skólinn hefur einnig sinar eigin sýningar, sem fara fram á sviði Bolsjoj-leikhúss- ins við góðar undirtektir. Frá skólanum útskrifast listamenn sérhæfðir í ýmsum dansgreinum: sigildum dansi, leikdansi og þjóðdönsum. Að námi loknu eru listamennirnir sendir til leikhúsa í hinum ýmsu borgum Sovétríkjanna, þar sem þeir eru strax teknir á fast kaup. Ballettskólinn fór fyrstu sýningarferð sína til útlanda til Parísar árið 1968, og sýndi í leikhúsinu á Eliseivöllum, en þar fór fram fimmta alþjóðadanshátíðin. Nemendur ballett- skólans sýndu þarna án þess að taka þátt í danskeppninni. En leikni þeirra var svo mikil, að þvert ofan í allar reglur voru þau sæmd aðalverðlaunum Parísar, „Grand prix“. Núgzar Matiasjvili. APN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.