Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 39

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 39
Sögur af MARKTWAIN Margar skops'ögur eru til um ameriska blaðamanninn og rithöfundinn Mark Twain, sem uppi var 1835—1910. Hér koma nokkrar þeirra: Mark Twain kom dag nokkurn til nágranna sins og bað hann um að lána sér bók að lesa. — Með ánægju, sagði nágranninn. — En þér verðið að lesa hana hérna. Það er regla hjá mér að lána aldrei bækur úr bókasafninu mínu. Nokkrum dögum siðar kom nágranninn til Mark Twains °9 bað hann að lána sér garðsláttuvél. — Með ánægju, sagði Mark Twain. — En ég verð að biðja yður um að nota hana hérna. Það er regla hjá mér að lána aldrei vélina úr garðinum! Twain ferðaðist eitt sinn með járnbrautarlest og sökkti sér niður i bók á leiðinni. í klefanum með honum var virðu- legur prestur ásamt konu sinni og dóttur. Prestur hafði mikinn hug á að hefja samræður við hinn fræga rithöfund °9 gerði hverja tilraunina á fætur annarri í þá átt. — Það er fallegt landslagið, finnst yður það ekki? sagði hann. Mark Twain svaraði ekki. — Þér virðist vera að lesa mjög skemmtilega bók, feyndi prestur enn, en án árangurs. Eftir nokkurn tima gerði hann enn nýja tilraun: — Það mætti víst ekki bjóða yður vindil? — Nei, takk. Ég reyki ekki. — En hvað þér eruð reglusamur maður! Mætti þá ekki bjóða yður dálítið viskí? Þetta viskí er alveg sérstaklega gott. — Nei, takk. Ég kæri mig ekkert um vín. — Nei, þér eruð alveg einstæður maður! En hvað þér oruð aðdáunarverð og heilbrigð manneskja! Mætti ég hafa bá ánægju að kynna fyrir yður konu mína og dóttur? — Nei, takk, sagði Mark Twain og stundi. — Ég kæri m'g ekki um kvenfólk heldur. . . Mark Twain leiddi unga stúlku til borðs. Hann var ein- m'tt kominn í skínandi gott skap og sagði kurteislega við bana: '— En hvað þér eruð nú falleg! En stúlkan hafði munninn á réttum stað og svaraði hæðn- islega: — Mér þykir það leitt, herra Twain, en ég get ekki end- urgoldið yður hólið. bá hló Mark Twain og sagði: '— Gerið bara eins og ég, Ijúgið! Á timabili rigndi bréfunum yfir Mark Twain, og flest voru þau frá fólki, sem vildi sýna honum, hvað það væri nú likt hinum mikla háðfugli. Flestir sendu skáldinu mynd af sér ti! þess að sanna málið. Twain hafði gaman af þessu til að byrja með, en þó fór svo, að þessi bréf urðu honum hrein- asta plága. Hann sá sig neyddan til þess að láta prenta þakkarkort til alls þessa undarlega fólks, og kortið orðaði hann þannig: — Kæri herra! Ég þakka yður fyrir bréf yðar og Ijósmyndina af yður. Ég fæ ekki betur séð, en þér iíkizt mér mjög mikið, jafnvel enn meir en allir mínir óteljandi tvífarar. Það má i raun- inni segja, að þér llkizt mér meira en ég sjálfur. Ég er að hugsa um að nota myndina af yður, þegar ég raka mig á morgnana. Vðar einlægur. Mark Twain. Ungur blaðamaður kom eitt sinn til Mark Twains og bað um viðtal. Twain veitti það og spurði blaðamanninn, hvað hann vildi fá að vita. Blaðamaðurinn bað hann að segja sér ævisöguna í stuttu máli. — Well, sagði Mark Twain. — Á dögum Georgs III, þegar ég var ungur, var ég vanur að ... — Afsakið, greip blaðamaðurinn fram i. — Það er ómögulegt, að þér hafið verið uppi á dögum Georgs III. — Stórkostlegt, vinur minn, hrópaði Mark Twain upp yfir sig, — ég óska yður innilega til hamingju. Þér eruð fyrsti og einasti blaðamaður, sem ég hef nokkru sinni fyrirhitt á ævinni, sem leiðréttir villu, áður en hún kemur á prenti...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.