Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 43

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 43
Að spá í spil Þessi árstíð er tími spilamennskunn- ar, og margir hafa líka gaman af að láta spilin segja sér óorðna hluti. Að vísu er allt slíkt kerlingabækur, en það er ekki verra gaman en hvað annað. Þeir, sem vilja spyrja spilin eftir þessum reglum í einrúmi eða leggja þau tyrir kunningja sína, eiga að draga átta spil i senn þrisvar sinnum og tákna raðirnar fortíð, nútíð og framtið, en munið að stokka spilin vel á milli. Hjartaspil eru ætið jákvæð; þau boða ást og hamingju og önnur eftirsóknar- verð gæði. Tígulspil eru einnig jákvæð, en standa hjartanu þó að baki; þau boða hina hve'rsdagslegu farsæld og er bjart yfir ferli þess, er hlýtur, ásamt hjartanu. Laufspil merkja ýmiss konar óþægindi og vandræði, en þó ekki stór- vægileg, og er ekki mjög að lasta, að þau séu með; en spaðaspilin eru oftast neikvæð; þau merkja óhamingju með ýmsum hætti og ýmiss konar vandræði. en „fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott", og „líkn með þraut". Enginn skyldi því örvænta. — Athugið, að í stað hrakspánna koma heilræði. °N heilræðaspilin boða hættu, ef ekki er rétt við brugðið. HJARTA AS: Boðar heita ást, hreinskilni. TVISTUR; Gifting í vændum, farsælt hjónaband. ÞRISTUR: Sveinbarn mun fæðast inn- an eins árs, óskirnar rætast. PJARKI: Tvíburar í vændum; barnalán. FIMM: Óvinveittur venzlamaður reynir að vinna þér tjón. SEX: Hamingja og gleði fellur þér i skaut. SJÖ: Góðar fréttir; sendibréf. ÁTTA: Munt bráðlega fara á góða skemmtun, hljóta af mikla ánægju. NÍA: Ríkuleg gjöf í vændum. TÍA: Bezta spilið í hjarta. Boðar auð- legð, góða giftingu, mikla hamingju. GOSI: Þú átt einlægan aðdáanda, og Þess mun ekki langt að bíða að ósk- ir ykkar rætist. Þetta spil táknar ann- ars ástfanginn ungan mann. DROTTNING: Heit og einlæg ást. KÓNGUR: Maður í góðri stöðu er þér velviljaður og vill rétta þér hjálpar- hönd. Ekki óhugsandi, ef um ógift fólk er að ræða, að virðulegt, auð- s®lt hjónaband sé í vændum. LAUF ÁS: Þú munt missa einhvern vin eða ættingja með einhverjum hætti, en það verður þér til heilla. TVISTUR: Gæt þín fyrir svartklæddum manni, sem mælir við þig vingjarnlega og vill fá þig með sér i félag; sinntu honum ekki. ÞRISTUR: Auðugur muntu verða, en ekki auðsæll; mikils muntu njóta, deyja i elli saddur lifdaga, en ánægð- ur þó. FJARKI: Reynt verður að spilla mann- orði þínu með rógburði. FIMM: Metorð og hamingja. SEX: Boðar gjafir og ánægju. SJÖ: Þú átt við illar ástriður og þér ósamboðnar að etja. Gefist þú upp, er allt glatað. Það er aldrei um sein- an að snúa við, en það reynir því meir á manndóm þinn, sem þú dreg- ur það lengur. ÁTTA: Um síðir muntu fá óskir þínar uppfylltar, en lengi máttu bíða. Vertu samt öruggur. NÍA: Óvæntum peningum fylgir þras og málaferli. TÍA: Löng ferð, sem borgar sig. GOSI: Merkir afbrýðisemi. DROTTNING: Þú munt komast í kynni við mikils háttar konu, ríka og dramb- sama. KÓNGUR: Valdsmaður, illræmdur, mun bráðlega reyna að vinna þér mein. TÍGULL ÁS: Boðar ánægju, farsæld og um- hyggjusemi nánustu ættingja. TVISTUR: Þú munt verða fyrir miklum ' erfiðleikum, en sigrast á þeim að lokum. ÞRISTUR: Ekki eru framavonir þinar tímabærar. Kunna skaltu hóf sjálfs- áliti þínu; legg kapp á að meta hæfi- leika þína rétt, en ekki um of. Þá mun vel 'fara. FJARKi: Næstu fjögur ár verða þér góð og hamingja þín aldrei meiri en þá. FIMM: Fráfall nákominna ættingja eða vina mun breyta áformum þinum, og það mun reyna á hæfni þína. SEX: Boðar ófarsæla giftingu, hjóna- skilnað eða ósamlyndi milli vina. SJÖ: Þú skalt bíða enn um stund eftir þvi, sem þú girnist. ÁTTAN: Þér mun farnast vel með öll þín fyrirtæki. NÍA: „Að hika er sama og tapa“, sé þitt æðsta boðorð. TÍA: Ferð til framandi lands og margs konar hamingja mun falla þér þar í skaut. GOSI: Bjarthærð persóna vill þér vel og ber til þín ástarhug. DROTTNING: Ung og fögur kona hugs- ar um þið löngum. Hún, eða einhver henni nákominn, ber þér hamingju i skaut. . KÓNGUR: Boðar gleði og góða daga, a. m. k. um stundarsakir. En gæt þess, að fáum er hóglífið hent, og flestir verða að kaupa hamingju sína einhverju verði. SPAÐI ÁS: Boðar veikindi; jafnvel dauða. TVISTUR: Þú ert á villigötum. Bættu breytni þina, annars er ógæfan nærri. ÞRISTUR: Ferð á sjó. Kynni af manni, sem mun hafa góð áhrif á framtíð þiná. FJARKI: Þú ert elskaður. Ef þú stend- ur ekki á móti því, verður þú ham- ingjusamur. FIMM: Þú munt mæta miklum erfið- leikum á lifsleiðinni og mörgum. Allt mun þó vel fara að lokum, og þú verður mjög gamall. SEX: Heimboð frá góðum kunningja. Vertu vinur vina þinna. SJÖ: Bréf, en nokkur vonbrigði. ÁTTA: Ólánið eltir þig um stund, en — „hver er sinnar gæfu smiður," mun sannast á þér. NÍA: Ef þú ert trúr yfir litlu, verðurðu settur yfir meira; annars verður einn- ig hið litla frá þér tekið. TÍA: Merkir sorg, mótlæti og lífsháska. GOSI: Varastu þá, sem tala Illa um aðra í eyru þín; þeir rægja þig við vini þina og vinna þér tjón með slægð og undirferli. Þeir, sem ætla öðrum illt, eru jafnan breyzkir sjálfir. DROTTNING: Þú munt elska einfeldn- ing. KÓNGUR: Þrasgjarn ertu og þvi muntu lenda i málaferlum og margs konar vandræðum. Legg kapp á að stilla skap þitt. Vertu lágmæltur og not- aðu ekki hástig lýsingarorða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.