Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 25

Æskan - 01.02.1972, Blaðsíða 25
..Áttu viS páfagaukinn hans Silfra?" spurði dómarinn. ..Ég á viS, aS þið hafið verið helzt til lausmálgir um Þessa för. Það leggst þannig i mig, að eitthvað sögulegt eigi eftir að koma fyrir, áður en við komum hingað heim aftur." Skipstjóri var orðinn þungur á brún. Hann hélt áfram: „Ég hefði að minnsta kosti ekki ráðið suma af Þessum mönnum á skipið, hefði ég haft þar hönd í bagga. Ég vil þvi spyrja ykkur, hvort þið séuð enn staðráðnir i Þvi að leggja af stað i þessa ferð?" ..Já, alveg staðráðnir," svaraði dómarinn. ■ Þá vil ég leggja til,“ mælti skipstjóri, ,,að við höfum Það svo. að við allir fjórir. ásamt skógarverði dómarans. Redruth, sem einnig verður i förinni, búum hér i káetunni eða i næstu klefum við hana. Ég hef einnig skipað svo •yrir, að vopnum, bæði byssum og skotfærum, verði komið fyrir hér fyrir neðan káetuna, svo að greiður gangur sé héðan að þeim." Stuttu siðar kvaddi Smollet skipstjóri og skildi við okkur i miður hugnanlegum hugsunum. Hvað mér viðvék var það Þó svo, að ævintýraþráin og tilhlökkunin til sjóferðarinnar var langsamlega efst i huga mér. Við tókum til við að búa um okkur þarna i skipinu og sóttum það dót, sem við ætluðum að hafa meðferðis. Rétt fyrir klukkan fjögur sáum við Silfra og tvo af há- setum þeim, sem hann hafði ráðið. hoppa yfir öldustokkinn. En nú var það Smollet skipstjóri. sem farinn var að segja 'yrir verkum. Hann vísaði Silfra strax á hans stað sem bryta, og þegar hann kom auga á það. að ég var farinn að handfjalla litla fallbyssu á þilfarinu. sagði hann i höstug- um róm: „Burt með þig, skipsdrengur. af þilfarinu. þitt verk er að hjálpa til i eldhúsinu en ekki að eiga við fall- byssur." 3. Sjóferðin það var komið fram á nótt, þegar hásetarnir röðuðu sér á akkerisvinduna, þvi að nú átti að létta. Þá var það. að e9 hrökk ónotalega við, þvi að þegar þeir byrjuðu að dra9a inn keðjuna, kyrjuðu þeir gamla sjómannavisu — °9 það einmitt þá sömu, sem gamli kapteinninn hafði svo oft kveðið á sinni kistu heima i Benboga. Hvaða samband var þarna á milli, eða var það ef til vill bara hugarburður i mér? H®gt og hægt tók Hispaniola að hreyfast. þvi að nú runnu seglin upp hvert af öðru. Ferðin til Gulleyjarinnar var hafin. Eg ætla ekki að lýsa ferðinni þangað i einstökum atrið- urrt. Yfirleitt gekk okkur vel alla leiðina til eyjarinnar. Skip- reyndist ágætt í sjó að leggja. hásetarnir dugandi sjó- menn og skipstjórinn góður yfirmaður. Þó ætla ég að geta hér nokkurra atburða, sem mér eru nú minnisstæðastir. Stýrimaðurinn okkar, Arrow hét hann, reyndist vera helzt f'1 ölkær, og eitt sinn í ofviðri og stórsjó féll hann útbyrðis °9 tókst ekki að bjarga honum. Eftir það var bátsmaðurinn. Anderson, stýrimaður á skipinu. Trelawney dómari reyndist hinn duglegasti sjómaður, og stóð hann oft vaktir yrir ^nisa á skipinu. Jón Silfri stóð sig einnig vel á sJonum. Það var undravert, hve honum gekk vel að fara allra sinna ferða um þilfarið. þótt einfættur væri. og það i miklum veltingi. „Hann Silfri er ekki eins og fólk er flest," sagði Bob stýrimaður eitt sinn við mig. „Hann gekk menntaveginn á yngri árum sinum, og mælskur er hann eins og bezti þingmaður. Hann er mesti fullhugi og hraust- menni var hann, að minnsta kosti áður en hann missti fótinn. Ég hef séð hann eiga við fjóra ribbalda i einu og hafa betur." Mér var hann lika góður. þegar hann kom i eldhúsið. Þar var allt i röð og reglu. og i einu horninu hékk búr með páfagauki, sem Silfri átti. Hann kallaði gaukinn Flint kaptein i höfuðið á hinum gamla alræmda sjóræningja. ..Þessi fugl." sagði hann, ..hefur verið með sjóræningjum i gamla daga. enda orðinn tvö hundruð ára eða meira. Það get ég heyrt á þvi. sem hann masar stundum um." Við vorum komnir nokkuð suður fyrir miðbaug, er at- burður sá gerðist. er ég nú greini frá. Við framsigluna á skipinu stóð stór eplatunna og máttu allir fá sér þar epli að vild. Svo var það eitt sinn eftir sólsetur, að mig langaði i epli. og stökk ég upp i tunnuna til þess að velja mér epli. en nú voru aðeins fá eftir. Ég hvarf þvi alveg niður i tunnuna og settist þar niður til þess að borða eplið i ró og næði. Þá var það, að ég heyrði einhverja koma. Þeir settust á þilfarið, hölluðu sér upp að tunnunni og tóku tal saman. Ég þekkti þar rödd Silfra, og af samtali þeirra var augljóst. að hverju þeir stefndu. Meðal annars sagði Jón Silfri: „Merkið gef ég ekki fyrr en i allra siðustu lög. Þið vitið, að við höfum afbragðs skipstjóra. þar sem Smollet er. Þið vitið lika, að dómarinn og læknirinn hafa uppdráttinn af eyjunni. þar sem Flint sjóræningi gróf fjársjóðinn. Ætlun min er því sú. að láta þá hafa fyrir þvi að koma fénu fram i skipið. Svo getum við séð til. Ef ég gæti reitt mig á ykkur alla. mundi ég láta Smollet skipstjóra sigla skipinu norður úr hitabeltinu, áður en við hreyfðum við þeim. Gallinn á okkur er nefnilega sá, að þótt við kunnum að stýra eftir striki á áttavita, þá kann enginn okkar að reikna út þetta strik." Margt fleira ræddust þeir við þarna við tunnuna, en niðri i henni sat ég skjálfandi af ótta. Ef til vill mundi nú einhver af þessum heiðursmönnum líta niður i tunnuna, og þá var úti um mig. En þetta leystist á óvæntan hátt. Maður- inn, sem var á verði i framstafni. kallaði skyndilega: „Land fyrir stafni!" Framhald.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.