Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Síða 3

Æskan - 01.10.1975, Síða 3
Ritstjóri: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstjórn og skrlfstofa: Laugavegi 56, simi 10248, heimasfmi 12042. Framkvæmda- stjóri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, heimasfmi 23230. Afgreiðslumaður: SIGURÐUR KÁRI JÓHANNSSON, heimasfml 18464. Afgreiðsla: Laugavegi 56, sfmi 17336. Árgangur kr. 1.500,00 innanlands. Gjalddagi er 1. aprfl. í lausa- sölu kr. 200,00 eintakið. — Utanáskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykjavfk. Póstgfró 14014. Útgefandi: Stórstúka fslands. Október 1975 drei áum árum eftir að Christopher Columbus fann p hinn Nýja heim, lét páfinn skipta honum á milli . 0rtúgala oð Spánverja, sem þá voru voldugustu sjóveldi ' heimi. ^asstum hálfri öld eftir þennan páfaúrskurð fæddist er>gur í Englandi er fékk nafnið Francis Drake. Hann .st UPP í stórri fjölskyldu, en faðir hans, Edmund Drake, 1 tólf sonu og þrír af þeim urðu sjómenn. Edmund var 'Pasmiður og vann stöðugt að skipaviðgerðum. Eins og flest fátæk börn þeirra tíma fékk Francis Drake a eða enga menntun í æsku., en talið er, að hann hafi Sr'ð læs. Hann er fæddur árið 1543 og það átti fyrir honum að liggja að verða flotaforingi í breska flotanum og ein af frægustu sjóhetjum Breta um sína daga. Hann fór ungur til sjós og lærði alla sjómennsku af reynslu. Hann var harðger og hraustur og hafði mikla for- ystuhæfileika. Hann varð fyrstur enskra manna til að sigla umhverfis jörðina. Fyrstu sjóferð s.'na fór hann með reyndum skipstjóra til Vestur-lndía og var á þriðja ár í þeirri ferð. Þar á eftir fór hann fleiri styttri ferðir og kom svo heim sem reyndur sæfari og kaupmaður. Kaupmennska þessara sæfara var vöruskiptaverslun og þurfti mikla reynslu til að geta stund- að hana. Skipstjóri sá, sem Francis fór fyrst með til sjós, var einn af þekktustu skipstjórum Breta og hét John Lovell. Fyrsta skipið, sem Francis Drake varð skipstjóri á, var aðeins 50 tonn, en algeng stærð á skipum þá var 00 til 100 tonn. Þótt skipin væru lítil og sjómennskan erfið, þá var þetta ævintýri, og verslunarferðir til fjarlægra landa Nýja heims- ins þóttu og voru ábatasamar. Þegar Francis Drake fór sína fyrstu hringferð um jörð- ina fór hann gegnum Magellansundið og rændi víða á Kyrrahafsströnd Suður-Ameríku. Á þessum tlmum þótti ekkert athugavert við svona sjórán eða strandhögg, ef rán- in voru ekki framin innan viðkomandi ríkis. Þetta var svip- uð siðfræði og ríkti á Norðurlöndum á víkingatímabilinu. Á dögum Francis Drake ríkti á Englandi mikil öfund og gremja í garð Spánverja, vegna þess að þeir höfðu ásamt Portúgölum helgað sér mestalla Ameríku. Filippus II. var þá konungur á Spáni, en Elíabet I. drottning á Eng- landi. Elísabet leyfði Francis Drake þess vegna að ræna spænskar nýlendur í Ameríku að vild, og eins hafði Francis frjálsar hendur til að ræna skipum.Spánverja, sem fluttu gull og silfur og aðra dýra málma heim til Spánar. Þarna var um feikna fjárhæðir að ræða. Það var á árunum 1577—1580, sem Francis fór hring- ferðina umhverfis jörðina. Verslunargróði og ránsfengur í þessari einu ferð er talinn hafa numið fimmhundruð þús- und sterlingspundum. Drottningin leyfði Francis að halda 10.000 pundum fyrir sjálfan sig og hún tók annað eins fyrir sig. 1

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.