Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1975, Síða 12

Æskan - 01.10.1975, Síða 12
Flöskupóstur liefur afrekað mörgu í aldanna rás yrstu heimildir um notkun flöskupósts á Norðurlöndum til VÍS' indalegra nota eru frá Svíþjóð árið 1802, er menn gerðu til- raun til þess að kynnast ferðalagi Golfstraumsins. En á ýmsum tímurn víða um heim hafa menn reynt að koma frá sér upplýsingum með fiöskupósti, sérstaklega í neyðartilfellum, en einnig í vísindalegum tilgangi og jafnvel til gamans, og flöskupóstur hefur éinnig komið fyrir í skáldskap merkra höfunda. Hér verður greint frá nokkrum frá- sögnum um flöskupóst af ýmsu tagi. ANDRÉE LEIÐANGURINN Árið 1897 gerðu Svíarnir Andrée Fraenkel og Strindberg tilraun til að komast á Norðupólinn í loftbelgnum „Örnen“. Þeir lögðu af stað 11. júlí það ár, og 14. júlí var vitað að þeir voru yfir 80. gr. norður breiddar og 30. gr. austur lengdar. Sem kunnugt er fórust þessir leiðangursmenn, og það var ekki fyrr en í ágúst 1930 sem norskt skip fann s.ðasta verustað þeirra á Hvítey norðaustur af Spitzbergen (Sval- barða). Leiðangursmenn höfðu með sér í körfu loftbelgsins nokkrar flot- baujur. í bókinni „Med Örnen mot Polen“ er skýrt frá því hvernig fyrstu baujunni var kastað út kl. 22.00, daginn sem lagt var af stað- Kona sem var að leita áð rekavið á Lögsletten við norsku FinO' merkurströndina fann þessa bauju 22. ágúst árið 1900. Hún var Þa nýrekin í land, og hafði þannig verið 1142 daga á reki án þess að hljóta nokkurn skaða. Annarri bauju var kastað frá „Örnen“ nokkru síðar sama kvöld. en hún fannst 662 dögum síðar í Kollafirði við norðurströnd íslands (skammt sunnan við Steingrímsfjörð). Daginn eftir, þann 12. júlí 1897. var kastað nokkrum baujum, þar á meðal hinni stóru Pól-bauju. 0^ unin var að staðsetja hana á Norðurpólnum, en þar sem hún var nokkuð þung hefur henni verið fórnað. Ef til vill mætti álykta, að þeim félögum hafi þá verið orðið Ijóst, að þeir myndu ekki ná faK- marki sínu. Pól-baujan fannst tveimur árum og tveimur mánuðum síðar við „Kung Karls“-land. ísirin hafði þrýst henni 50 til 60 fet upP úr fjöruborðinu. BREFDUFUM SLEPPT í þessu sambandi má geta tilrauna leiðangursmanna til þess að láta umheiminn vita af sér með bréfdúfum, sem einnig voru hafðat með í körfunni. Fjórum þeirra var sleppt lausum kl. 13.08 þann júlí. Ole Hansen skipstjóri á norsku veiðiskútunni „Alken“ var vak- inn kl. 1—2 um nóttina 15. júlí. Skipverjarnir skýrðu honum frá Þv*’ að „ókennilegur fugl“ hefði sest í reiðann hjá þeim, á flótta undan tveimur hvítmáfum. Hansen taldi þetta vera rjúpu, kleif upp í reiðann og skaut fuglinn, sem féll í sjóinn, en skipverjum fannst ekki 6vara fyrirhöfn að setja út bát til þess að ná honum. 10

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.