Æskan

Volume

Æskan - 01.10.1975, Page 31

Æskan - 01.10.1975, Page 31
í Ástralíu eru stórborgir, margir bílar og fín hús. Þeir, sem búa í stórborgunum hafa allir flust til Astralíu frá öðrum löndum. En sum- ir búa ekki í borgum og búa ekki a|ltaf í húsi. Þeir lifa eins og við Nfðum á steinöld. Þú ert að lesa U|n þá núna. Þetta eru feðgar. Þeir eru á veið- um. Þeir verða að skjóta eitt eða tvö dýr daglega, annars fá þeir ekkert að borða. Þeir verða líka að veiða dýr á morgun. Þeir fara á veiðar daglega. Þeir búa sjálfir til vopnin sín: Spjót, boga og örvar. Hérna eru mæðgur. Þær leita að rótum og lirfum og tína ber og hnet- Ur- Þær bjuggu sjálfar til körfurnar sinar, fléttuðu þær úr stráum. Hér sérðu hvernig reipi er búið til- Löng strá eru tætt í mjóa þræði. I^ióu þræðirnir eru fléttaðir saman °9 verða að gildum þræði. Gildu Þræðirnir eru fléttaðir í reipi. Vagg- an er riðin úr gildum þráðum. Það er nótt. Sumir hvíla á skinni. Aðrir liggja á jörðinni. Drengurinn er vakandi, því að hann á að gæta eldsins. Þau eru aðeins fáeina daga á sama stað. Á morgun slökkva þau bálið og halda af stað. Litli drengurinn hefurverið aleinn heima í allan dag. Hann hefur verið að gæta eldsins. Nú kom hin heim. Faðir hans og bróðir voru á veiðum. Ætli mamma hans hafi líka verið á veiðum? Þau reistu kofann fyrir hálfum mánuði. Það var rigning og því of kalt til að sofa undif beru lofti. Nú er aftur komin nótt, en eng- inn ætlar að sofna. Það er hátíð í nótt. Allir karlmennirnireru málaðir. Þeir ætla að dansa stríðsdans. Þeir, sem dansa stríðsdans, bera vopnið á sér. Þessi maður er með spjótið sitt og búmmerangið sitt. Búmmer- ang er kastvopn. Það kemur til manns, ef maður hittir ekki í mark. í Ástralíu 29

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.