Æskan

Árgangur

Æskan - 01.02.1978, Síða 13

Æskan - 01.02.1978, Síða 13
hann nú sverðið úr slíðrum og réðist á risann. frarnan kofann sinn og bíða eftir einhverri bráð, svo að hún ákvað að halla sér dálítið, áður en hun færi að setja Pottinn yfir eldinn. Svo geispaði hún, svo að glitti í skögultönnina í henni, og lagðist síðan upp í rúm. þegar Dagbjört fór að líta í kring um sig, út um rimlana 1 ^úrinu, sá hún sér tii mikillar skelfingar, að stöplarnir í rumi kerlingar voru gerðir úr hauskúpum, og á borði, rétt fynrframan búrið, stóðu allskonar flöskur með marglitu eitri og galdravökvum, og vissi hún ekki sitt rjúkandi ráð. Nú var kerling sofnuð og hraut svo, að undir tók í öllu ^reysinu, en búrið var rammlæst og svo lítið, að varla Var Psegt að hreyfa sig í því. En þegar hún beið þarna í búrinu, skelfingu lostin, eftir Þyí einu, að gamla nornin vaknaði, kom allt í einu maður lnn í kofann. Hann var með mikið hár og girtur saxi og allur hinn ófrýnilegasti. Hélt hann á stóru beini og reif 9fæðgislega í sig af því. ~~ Nei, sjáum nú til, hvað kerlingin hún móðir mín hefur veitt fallega, sagði hann og skældi sig út undir ^æði eyru. ~~ Ertu lokuð inni í búri, dúfan mín? Ha, ha, ha! Ef þú Vl|t kýssa mig, þá skal ég opna fyrir þér búrið, kindin mín, sa9ði hann og þurrkaði sér um munninn með erminni. ~~ Aldrei, sagði Dagbjört. — Heldur vil ég deyja, en Vera roanninum mínum ótrú! ~~ Ja, skárra er það nú trygglyndið, sagði hann og hló lllile9a. — Ætli þú megir þá ekki fara í pottana, fyrst þú Vllt Það heldur! Þáð er þá best, að ég fari út og höggvi eldivið, því að ég er líka langsoltinn, sagði hann og fór út. þegar hann var farinn, varð Dagbjört þess allt í einu Ekki má heldur gleyma honum Mona lltla. vör, að lítill fugl var í þúrinu hjá henni. Hann tísti ósköp lágt, en þegar hún fór að hlusta á hann, gat hún vel skilið það, sem hann sagði: — Þú átt skilið að fá einhver laun fyrir að vera svona trú og trygg, heyrðist í fuglinum. — Ég er nú búinn að vera í þessu búri næstum alla ævi og veit, hvernig hægt er að opna það. Þú skalt blístra þrisvar sinnum, — svona, sjáðu til, og hann tísti þrisvar sinnum. — Þegar þú gerir það, þá opnast búrið, og undir höfðalagi nornarinnar er lykillinn að höll Karikals risa. En farðu nú ósköp varlega, telpa mín. Dagbjört gerði nú alveg eins og fuglinn sagði. Fyrst blístraði hún þrisvar sinnum, og opnaðist þá þúrið. Síðan læddist hún ofurhægt að rúminu, fór undir höfðalagið og fann þar stóran lykil. En rétt, þegar hún var að draga lykilinn undan koddanum, kom maðurinn inn með eldi- viðinn, og munaði varla hársbreidd, að hún gæti hlaupið út, áður en hann náði henni. Herti hún svo sprettinn eins og frekast mátti, þar til hún var komin hátt upp í klettana. Nú var aðeins spölkorn eftir, því að rétt fyrir ofan gnæfði höll risans með mörgum turnum og rammlega víggirt. En nú er að segja frá Astara konungssyni, þar sem hann sat í dýflissu Karikals risa. Alveg síðan er hann komst á vald risans, hafði hann verið hlekkjaður í neðanjarðar-fangelsi í höll risans, og ekki fengið annað að borða en vatn og saltaö brauð. [ kring um hann voru hin hryllilegustu pyndingartæki, og varðmaður sat yfir honum dag og nótt, til þess að hafa gát á hverri hreyfingu hans. En þennan sama dag vildi svo til, að járngrindurnar

x

Æskan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.