Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 44

Skírnir - 01.12.1918, Side 44
,330 Um sendibréf [Skírnir er að sjá á meðferðinni á sendibréfum, að þau séu ekki metin mikils. Sendibréfin fjalla, samkvæmt eðli sínu, um nærri alt milli himins og jarðar, um alt, sem maður má manni segja. Þar segir hver einstakur maður öðrum, hver á sinn hátt, frá atburðum og frá högum sínum, dómum um menn og málefni, frá tilfinningum sínum og leyndustu hugrenningum. Og bréfin segja frá mörgu, sem hvergi sést annarsstaðar, og hreinskilnin er þar meiri og hispurs- leysi en alment gerist í öðrum ritum. Franska skáldið Guy de Maupassant segir í einni af sögum sínum, að hægast sé að þekkja mennina á sendi- bréfum frá þeim. Svört orðin á hvítum pappírnum séu nakin sál mannsins, en raunar geti karlmenn með mælsku- brögðum og æfingu lært að skrifa svo, að þeir geti dulið sjálfa sig í bréfunum. I þessu er eflaust mikill sannleikur. Sendibréfin eru ómetanleg þing til að þekkja mennina. Við íslendingar erum margir hneigðir fyrir ættfræði. Okkur þykir gaman að vita nöfn á forfeðrum okkar. En svo er eins og margir láti sér lynda þessa nafnaþulu. ,Um hitt er minna fengist, hvernig maður þessi Oddur, Hjalti, Auðunn eða Steinn hafl verið, eða þessi Sigga, Vigga eða Sunneva, siður spurt um æflkjör þessara manna, eðlisfar eða hugsunarhátt. En þetta er steingerð ættfræði. Væri ekki meira um vert að eiga einhverjar menjar þessara manna, sem hægt væri að geyma öldum og óborn- um? Hú vill svo oft til, að margur maðurinn legst svo í gröfina, að hann lætur ekki eftir sig neinar varanlegar menjar um sjálfan sig, nema nokkur sendibréf, því að minning og munnmæli lifa sjaldnast nema í fáa ættliði. Síðan byrgist sýn, og eftir það segir fátt af einum. Væri það nú ekki skemtilegri og meir lifandi ættfræði að safna .saman og varðveita einhverjar mikilsverðari menjar um forfeður sína en að eins nöfnin á þeim og hverrar stéctar þeir liafi veiið? Og ætli okkur þætti ekki fróðlegt og .mikils um vert að geta t. d. eftir 1000 ár heyrt 1000

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.