Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 51

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Page 51
IÐUNN Stofnenskan. 337 orðin, er {)ið hafið hingað til notaö daglega í ræðu og riti, ættuð þið að bj;argast við samsetningar sumra pessr ara orða og meira og minna langar umskriftir, sem allar væru gerðar með þessum 850 orðum. Og festið ykkur vel í minni, iað: í þessu máli mættu að eins vera milJi tíu og tuttugu sagnir og; i mesta lagi 150 lýsingar- orð. Megnið af hinum hluita málsins, sem er tæp 700 orð, eiga að vera nafnorð og að eins þa'u nafnorð, sem oftast eru notuð í íslenzku máli. Og nú kemur iðkunin! Að þessum grundvelli fengnum skuluð þið reyna að Jiugsa ykkur, að þið séuð að tala saman á sliku máli. Ef til vill ber nú einmitt svo við, að þið eruð stödd í kaffigildi hjá einhverri vinkonu ykkar eða kærkomnum, vini. Og nú ber margt á góma, allar gðtur neðan frá .'síðustu garnarakningum úr lifandi prestum austur í Sovét-Rússlandi, sem vitanlega særa ykkar helgustu tilfinningar, upp til hárfínna sundurliðana á eiginleik- uim Hinnar fyrstu orsakar. Þið, sem berið fyrir hrjósti efnalega afkomu lands og lýðs, skuluð gera ykkur i hugarlund, að nú standi fyrir dyrum alþingiskosningar, 1 bamaskólaportinu er fjöhnennur kosningafundur. Þið skálmið upp á ræðupallinn hvert á fætur öðru og flytj- ið þar þrumandi ræður á stofníslenzku frammi fyrir öllum þessum mannsöfnuðL Og það er hvorki meira né jninna en að afkoma landbúnaðarins og fiskiveiðanna veltur hreint og beint á því næsta kjörtímahil, að þið standið ykkur nú eiinu sinni duglega. En þið, sem hafið helgað lif ykkar vísindunum um hina himnesku Jerúsal- em og Heiiaga þrenningu, skuluð bregða ykkur ailra snöggvast upp á Vatnsstíg 3 og halda þar á stofnís- lenzku eldlega vakningaprédikun yfir skítugum og for- hertum syndaþrjótum, sem aldrei á æfi sinni hafa kom- JOunn XVI. 22

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.