Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Side 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1932, Side 87
IÐUNN Til þin. 373 Pað eru að eins neistar, sem eru lýsandi. Djúpið sjálft cr gagnsætt og dimt. I að er hinn deyjandi veruleiki, brestirnir, sem ég get látið glitra i orðum minuni. Ferlur mínar eru afleiðingar sjúkdóms og sjúkdóms- einkerni. O O. Hvað er ég? Eg er það, sem ekki veitir fullnægju þeirri sj.urningu. Ég elti sjálfan mig á flótta, og það, sem ég greini af veru irinrii. tillieyrir mér ekki Iramar. Nútíðin veitir ekki fullnægju draumum þess, sem er, heldur að eins þess, sem var. Og það er mér sönnun fyrir eilífu lífi, að óskir mínar finna sér ekki stað fyr en upp ú»* þeim er vaxið. Ég lifi á meðan ég finn ekki það, sem ég leita að, og ég leita að þvi, sem ekki er til, þegar ég hefi fundið það. Ég þekki þá, sem sækjast eftir perlum við sitt hæfi; þá, sem dá myndu mig fyrir það, sem ég gæti gert mig; þá, sem meta það eitt, sem speglar myndir sjálfra þeirra. En ég leita þess, sem ann að eins jiví, sem er, myrkri djúpsins eins og perlum mínum, þrám mínum eins og getu minni. Ég leita þess, sem er til að eins á meðan hann er ekk.i fundinn. Hann, sem einskis spyr mig, hann ann mér, þó að ég unní að eins sjálfum mér, hann hrindir mér aldrei frá sér, hvernig sem ég er, hann les heild mína gegnum biotin mín — hann, sem ekki er til. 4. Þá fyrst finnur maður fjötra viljans, þegar andi manns heíir öðlast frelsi. Andstæðurnar halda manni föstum. Og þá fann ég tak- markaleysið þrengja að mér á alla vegu, er ég sá sannleik í öllum hlutum. Það er ekki sjáandinn, sem nístir það, sem hann liorfir gegnum, heldur nístir það sjáandann. Að sjá er að finna aðra í sjálfum sér og að vera krain- inn sundur af þeim. En að njóta er að finna sjálfan sig í öðrum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.