Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 20
342 Dularfull fyrirbrigöi f fornritum vorum. IÐUNN holt til greftrunar. Fyrir því færir hún tvær ástæður í sögunni. Onnur er sú, að henni segi svo hugur um, að sá staður muni nokkura hríð verða göfgastur hér á landi. Það er auðvitað ekkert óhugsandi, að Þórgunna hafi séð þetta fyrir. En síðari ástæðan virðist tilbúningur síðari tima. Hún er sú, að þá muni vera kennimenn í Skálholti til þess að veita henni yfirsöngva. Mér skilst svo, sem engir kennimenn hafi þá verið komnir í Skál- holt. Onnur fyrirmæli Þórgunnu eru þau, að rekkju hennar og rekkjutjald skuli brenna í eldi, því það muni engum að nytjum verða. Um þessa skipun sína segir hún þetta: »ok mæli ek þetta eigi fyrir því, at ek unna engum at njóta gripanna, ef ek vissa, at at nytjum mundi verða, enn nú mæli ek því svo mikit um«, segir hún, »at mér þykkir ilt, at menn hljóti svá mjök þyngsl af mér, sem ek veit at verða mun, ef af er brugðit því sem ek segi fyrir«. Þar sem nú Þórgunna neitar þvt af- dráttarlaust, að hún leggi þungan hug á þann, er kynni að eignast gripi hennar, þá er hún vill láta brenna, þá gefur sagan enga skýringu á því, hversvegna svo mikið ilt verði að hljótast af því, ef út af þessum fyrirmælum hennar er brugðið. Og eg held ekki að það mál verði skýrt. Bóndinn vill haga sér eftir því, sem hún hefir boðið. En hann fær því ekki ráðið fyrir konu sinni. Hún vill ekki að þvílíkar gersemar séu brendar.' Þetta sé ekki nema öfundarmál eitt, hún hafi engum unnað að njóta, og engin býsn muni eftir koma, þó að slíku sé breytt. Þóroddur bóndi er tregur, en kona hans leggur þá hendur um háls honum og biður hann að brenna ekki rekkjubúnaðinn. Honum gengst hugur við, og úrslitin urðu þau, að hann brendi dýnur og hægindi, en hún tók það til sín, sem dýrmætast var, silkiábreið- una, blæjurnar og rúmtjöldin.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.