Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Blaðsíða 20
342 Dularfull fyrirbrigöi f fornritum vorum. IÐUNN holt til greftrunar. Fyrir því færir hún tvær ástæður í sögunni. Onnur er sú, að henni segi svo hugur um, að sá staður muni nokkura hríð verða göfgastur hér á landi. Það er auðvitað ekkert óhugsandi, að Þórgunna hafi séð þetta fyrir. En síðari ástæðan virðist tilbúningur síðari tima. Hún er sú, að þá muni vera kennimenn í Skálholti til þess að veita henni yfirsöngva. Mér skilst svo, sem engir kennimenn hafi þá verið komnir í Skál- holt. Onnur fyrirmæli Þórgunnu eru þau, að rekkju hennar og rekkjutjald skuli brenna í eldi, því það muni engum að nytjum verða. Um þessa skipun sína segir hún þetta: »ok mæli ek þetta eigi fyrir því, at ek unna engum at njóta gripanna, ef ek vissa, at at nytjum mundi verða, enn nú mæli ek því svo mikit um«, segir hún, »at mér þykkir ilt, at menn hljóti svá mjök þyngsl af mér, sem ek veit at verða mun, ef af er brugðit því sem ek segi fyrir«. Þar sem nú Þórgunna neitar þvt af- dráttarlaust, að hún leggi þungan hug á þann, er kynni að eignast gripi hennar, þá er hún vill láta brenna, þá gefur sagan enga skýringu á því, hversvegna svo mikið ilt verði að hljótast af því, ef út af þessum fyrirmælum hennar er brugðið. Og eg held ekki að það mál verði skýrt. Bóndinn vill haga sér eftir því, sem hún hefir boðið. En hann fær því ekki ráðið fyrir konu sinni. Hún vill ekki að þvílíkar gersemar séu brendar.' Þetta sé ekki nema öfundarmál eitt, hún hafi engum unnað að njóta, og engin býsn muni eftir koma, þó að slíku sé breytt. Þóroddur bóndi er tregur, en kona hans leggur þá hendur um háls honum og biður hann að brenna ekki rekkjubúnaðinn. Honum gengst hugur við, og úrslitin urðu þau, að hann brendi dýnur og hægindi, en hún tók það til sín, sem dýrmætast var, silkiábreið- una, blæjurnar og rúmtjöldin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.