Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 46

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Side 46
368 Upton Sinclair. IÐUNN ani nýtt gyllingarnafn, t. d. kallar Mr. Hoover það »hið ameríska einstaklingseðli«, hvað útlegst á máli félags- hyggjunnar eitthvað þvílíkt sem »einstaklingurinn gegn einstaklingnum, en sá þjóíurinn beztur, sem lagnastur er að seilast niður í vasa þinn«. Annars eru heimspeki- vangaveltur Mr. Hoovers sízt gáfulegri en Fords, enda er bókmentaþekking hans mest fengin úr morðreyfurum og leynilögreglusögum, hvað meðhaldsblöð hans töldu honum líka til ágætis í fyrra, sem sönnun þess að þar væri maður, sem hægt væri að trúa fyrir forsetatign í Bandaríkjunum, — þar væri enginn »draumamaður« (dreamer) á ferðum, en svo nefna amerískir prangarar mentaða menn, og einkum þá, sem aðhyllast tímabærar skoðanir á stjórnmálum. ]afnaðareinstaklingurinn (the average) meðal amerískra kaupahéðna felur í sér sam- þjappaða í eitt þá eiginleika, sem eru fóstraðir af félags- lögmáli, þar sem matið á einstaklingnum byggist ekki framar á manninum sjálfum sem sálrænni veru, heldur á buddu hans og bankabók. Einkennin eru sem sagt græðgi, hégómagirni, skinmentun og annað sýndarágæti (behaviorism o. s. frv.), félagslegt afskiftaleysi, viðskifta- óskammfeilni, sleikjuháttur (snobishness), ærslafýsn, trúar- hræsni, mertahatur, ruddaskapur, þjóðrembingur, yfir- gangssemi, hernaðaroftrú og alríkisstefna. JOO°lo Ame- rícanism er hið algengasta heildarnafn einkenna þessara, kallað á slæmri íslenzku »amerískur hundraðprócentismi*. en gæti á betri íslenzku heitið vestheimsk alheimska. Mentun sú, sem veitt er í hinum dýru og reisulegU amerísku skólum, er öll miðuð við það að gera nem- endurna að sjálfvirkum stykkjum í myllu verzlunarvalds- ins. Menn verða að hugsa í samræmi við hagsmuni þess, ella bönnuð skólavist. Aðalheimskunarstarfsemi skólanna

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.