Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 72

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 72
394 Ungir rithöfundar. IÐUNN menskulíf að láta það vitnast til kjósendanna, að þeir hefðu verið ineð því að veita slíku skáldi styrk; til hvers þeir hefðu fengist í þessu efni, ef ekkert hefði þurft að vitnast, skal ósagt látið. Liðurinn féll niður við 3. um- ræðu, en ekki sást, hvort Halldóri þótti betur eða ver, og enga eftirsjá athafna sinna var á honum að finna. Hitt er annað mál, hvort álit hans á manngildi ýmsra íslenzkra þingmanna hefir vaxið eða minkað. Hið annað höfuðatriði höfundareinkenna Halldórs Kiljans er fjölbreytni hugmyndalífsins. Líklega hefir eng- inn íslenzkur rithöfundur, að minsta kosti hinna núlif- andi, yfir að ráða annari eins »meginkyngi og mynda- gnótt« eins og hann, og þetta virðist honum pvo eigin- legt og óuppgert, að margir hafa leiðst til að halda, að allar þær sundurleitu og andstæðu skoðanir og sann- færingar, sem fram koma í »Vefaranum«, væru eigin- legar skoðanir hans sjálfs og orðið felmtraðir yfir, hvað maðurinn væri eitraður. Það nærir að vísu þennan hæfi- leika, að Halldór er afarfljótur að kynnast hugmynda- heimum annara höfunda og tileinka sér það, sem frjóvgar anda hans, og bera vitni um það hinar marg- víslegu tilvitnanir hans hvaðanæfa úr heimsbókmentun- um, sem hvarvetna stirnir á í ritum hans eins og ber i skyri. Myndi sennilega nægja til æfistarfs meðal-bók- mentafræðingi að hafa uppi á öllum heimildum þeirra og finna út eftir þeim, hvað Halldór myndi hafa lesið- Þriðja atriðið er hin lifandi grózka í ritmáli Halldórs. Hann fellir sig ekki við þá skólakennarahugsjón um tunguna að drepa hana með því að leyfa sér aldrei önnur orð eða orðasambönd en þau, sem þegar hafa verið notuð. Hann vill lofa tungunni að lifa og hjálpar henni að lifa með því að láta nýjar hugsanir sínar sníða sér stakk eftir vexti sínum úr voðum málsins í stað þess

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.