Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 75

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 75
IÐUNN Heimskautafærsla. 3. Sjávarborðsbreytingar og orsakir þeirra. Eins og kunnugt er, sjást þess víða skýr merki, að afstaða lands og sjávarborðs er mjög breytileg. Víðs- vegar á jörðunni eru jarðlög, sem myndast hafa í sjó, og eins forn sjávarmörk, marbakkar, brimklif o. fl., á ýmsri hæð fyrir ofan sjávarborð. Einnig má ráða af ýmsu, að sjávarborð hefir stundum staðið lægra en nú. Það er margt, sem hefir áhrif á hæð sjávarborðs og veldur breytingum á afstöðu lands og sjávar. Eyjar, stór lönd, eða stórar eða litlar spildur af þeim, ýmist hefjast eða síga sökum eldsumbrota og annara byltinga í jarð- skurninu. í jarðskjálftum á Nýja-Sjálandi, árið 1855, hófst þannig ströndin að norðanverðu við Cookssund um 3 m. meðfram 145 km. langri sprungu. Víða verður vart hægfara hreyfinga í jarðskurninu. Þannig hefir Svíþjóð verið að hefjast úr sjó um langt skeið. Landið hefst meira norðan til en að sunnanverðu. Hækkunin hefir numið mest einum metra á hundrað árum, þar sem mælt hefir verið. En samtímis hefir Iand lækkað að sunnanverðu við Eystrasalt og eins við Norð- ursjóinn frá Holstein til Flandurs. I Belgíu og Flandri eru nú svæði komin nokkura metra undir sjávarborð, sem á þriðju öld e. Kr. voru skógi vaxin, og leifar róm- verskra bygginga hafa fundist þar á 6 m. dýpi. Osku- haugar steinaldarinnar gefa góða hugmynd um hreyf- ingar þessara svæða síðan á steinöld. Upphaflega hafa þeir verið á líkri hæð, nærri eða fast við sjó, en nú eru þeir 60—70 m. yfir sjó í héraðinu um Osló, en sunnan til í Danmörku og þar fyrir sunnan eru þeir horfnir undir sjó. ]arðskurnið virðist þannig þrýstast saman í fellingar eða öldur á þessu svæði. Samskonar hægfara ölduhreyfinga verður vart víðar í jarðskurninu. Það er

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.