Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.12.1929, Page 81
IÐUNN Heimskautafærsla. 403 jöklunum en undir ísbreiðunni fyrir utan. Þegar því sjáv- arborð hækkar og loftslag hlýnar og jöklar hverfa úr Victoríulandi, verða ból skriðjöklanna að fjörðum af sömu gerð og firðir í öðrum löndum, sem hulin hafa verið jöklum á jökultímanum (pleistocene). Alar eða grunnar rennur liggja frá mörgum stærstu fjörðunum út á brún landgrunnsins og hverfa hér um bil á 245 m. dýpi. Það virðist ekki geta verið nema tvent til um myndun álanna, annaðhvort hafi straumvatn myndað þá á landi eða skriðjöklar, annaðhvort á landi eða í grunnum sjó. Það eru þess vegna allar líkur til þess, að djúpálarnir séu frá þeim tímum, er sjávarborð stóð hér lægst. Hér að framan voru færðar líkur fyrir því, að sjávarborð hefði staðið miklum mun hærra hér á miocentímanum en nú. Það er líka augljóst, að djúpál- arnir hafi myndast eftir miocentímann, því að víða má þræða þá upp í firðina, sem grafist hafa niður í eða gegnum jarðlög frá þeim tíma. Hér hafa fundist sædýra- leifar frá pliocentímanum aðeins á Tjörnesi. Hafa jarð- lögin, sem þær eru í, margkubbast og missigið. Þess vegna er ekki hægt að sjá á þeim, hver hafi verið af- staða sjávarborðs þá við sjávarborð nú. En álitið er, að sjávarborð hafi yfirleitt farið lækkandi í nálægum lönd- um frá því löngu fyrir miocentímann og til loka tertier- tímans. Má ætla, að eins hafi þetta verið hér. En hafi sjávarborð farið yfirleitt lækkandi, eftir því sem leið á tertiertímabilið og loftslag kólnaði, alt fram að jökultím- anum, verður að ætla, að þessu hafi verið eins farið á jökultímanum, og að sjávarborð hafi komist þá lægst. Það virðist líka vafalítið, að sjávarborð hafi stundum staðið þá miklu lægra hér en nú, eins og líkur voru færðar fyrir hér að framan. Þess vegna er sennilegast, að skriðjöklar hafi myndað djúpálana snemma á jökul- tímanum, áður en landgrunnið var, nema að litlu leyti, myndað. Þeir eru líka svo nátengdir fjörðunum, að áslæða er til að ætla, að skriðjöklar hafi myndað þá, eins og augljóst virðist um firðina. Munurinn á þeim og fjörð- unum er aðeins sá, að botnhalli álanna er jafn og óvíða kvosir í þeim eða dældir. Enda hefir ekkert verið til að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.