Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 15

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 15
ÁRIÐ NÝJA 5 Mér eru minnisstæð orð eins af mestu áhugamönnum vor- um á sviði fagurra lista. Hann sagði nýlega: „Ég sé það nú, að allt þjóðaruppeldi okkar er gagnslaust nema því aðeins, að hlúð sé að siðgæði hennar. Ef það þrýtur, þrýtur allt annað, sem gott er, um leið. Þess vegna verða allir uppalendur, hvar sem þeir eru, á heimilum, í skólum og í félögum, já, allir, bæði gaml- ir og ungir að leggja áherzlu á þetta eitt: siðgæðið. An þess verður aldrei runnið skeiðið, sem oss er fyrir sett af Guði. Þegar einstaklingurinn vill koma auga á það, hvert ævi hans eigi að stefna, þá er honum vænlegast að liugleiða þær stundir, er hann hefir komizt hæst í andlegu lífi sínu, upp úr dalnum eða flatneskjunni hátt í hlíðar eða upp á tindinn, og bera saman þessa dýrmætu reynslu sína. Línan, sem dregin verður um þess- ar hæðir mannlegs lífs, þegar það er sannast og bezt, stefnir hátt — í himininn. Með líkum hætti eiga þjóðirnar að virða fyrir sér sína sögu og leitast við að sjá af skeiðinu að baki, hvað þeim er fyrir sett. Þannig höfum vér Islendingar mikið að læra. Saga lands vors er mikil orðin, þótt ekki sé hún löng, miðuð við önnur lönd — saga um handleiðslu Guðs. Fagurt og ósnortið beið landið þess, að kristnir menn leituðu þess, eins og skínandi helgidóms með sólroðnum hvolfþökum °g turnum til þess að þjóna Guði í heilagri kyrrð og ró og beygja kné fyrir krossinum, sigurmerki kærleikans. Einnig meðal heiðingjanna, er hér byggja, má finna svo heita og sterka trú, að í hug koma orð spekingsins Sörens Kirkegaards: „Sá, sem til- biður hjáguð af hjarta, tilbiður hinn sanna Guð.“ Ingólfur fær þá bænheyrslu, að þar sem öndvegissúlur hans rekur á land, rís höfuðborg íslands. Og örugg hefir verið trú ættar lians á þann, er sólina skóp. En kristinn siður deyr hér aldrei út. Land vort er eigi tekið vopnavaldi, og Alþingi sam- þykkir kristinn sið án þess að úthellt sé blóði. Hvaða þjóð önn- ur a slíka sögu? Kristnin teigir rætur dýpra í lífi hennar. Níu aldir og hálfníunda eru liðnar frá stofnun biskupsdóms að Skál-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.