Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 20

Kirkjuritið - 01.01.1956, Blaðsíða 20
10 KIRKJURITIÐ Prestafélagið hefir frá upphafi haldið úti tímariti, fyrst ársriti sínu, Prestafélagsritinu, í 16 ár og nú Kirkjuritinu í 21 ár eða samtals 37 ár. Þó að félagið hefði ekkert annað starfað en þetta, hefði það með því einu skapað sér tilverurétt. Og það má ekki fyrir koma, að prestastéttin láti útgáfu tímarits falla niður né rýrna á neinn liátt. Væri það og meira en meðal skömm, ef jafn- fjölmenn stétt væri ekki megnug þess að standa undir því og efla það andlega og efnalega, og mundi bitna harðast á þeirri stétt sjálfri. En það verða menn að gera sér ljóst, að hér er um verulegt átak að ræða, og ef til vill meira en ýmsir gera sér grein fyrir. Ritið kemur ekki út af sjálfu sér, og það er ekki unnt að gera veg þess mikinn, nema með því að veita því tvöfaldan stuðning eða að minnsta kosti annan af tvennu: Efla það að góðu efni eða útbreiða það og borga skilvíslega. Velvakandi prestastétt hefir gott kirkjurit, áhrifamikið bæði sakir efnis og útbreiðslu. Deyfð yfir því er dómur um þessa stétt, sem vonandi kemur ekki fyrir. Efling þess er einn af mörgum starfsháttum og ávöxtum lifandi og þróttmikils kirkjustarfs. Vonandi fáum við að sjá þann ávöxt þroskast á næstu árum. Magnús Jónsson. * í'C * Mér er bæði Ijuft og skylt að þakka dr. Magnúsi Jónssyni prófessor fyrir langt og gott samstarf í ritstjórn Kirkjuritsins. Býð ég jafnframt séra Gunnar Arnason velkominn til samstarfs- ins, sem mjög mun hvíla á herðum hans. Ber ég til hans bezta traust. Efni til ritsins mun ég reyna að leggja til líkt og áður, og vænti góðs stuðnings prestastéttarinnar og ýmissa annarra sem fyrr. Ásmunchtr Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.