Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 20

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 20
10 KIRKJURITIÐ Prestafélagið hefir frá upphafi haldið úti tímariti, fyrst ársriti sínu, Prestafélagsritinu, í 16 ár og nú Kirkjuritinu í 21 ár eða samtals 37 ár. Þó að félagið hefði ekkert annað starfað en þetta, hefði það með því einu skapað sér tilverurétt. Og það má ekki fyrir koma, að prestastéttin láti útgáfu tímarits falla niður né rýrna á neinn liátt. Væri það og meira en meðal skömm, ef jafn- fjölmenn stétt væri ekki megnug þess að standa undir því og efla það andlega og efnalega, og mundi bitna harðast á þeirri stétt sjálfri. En það verða menn að gera sér ljóst, að hér er um verulegt átak að ræða, og ef til vill meira en ýmsir gera sér grein fyrir. Ritið kemur ekki út af sjálfu sér, og það er ekki unnt að gera veg þess mikinn, nema með því að veita því tvöfaldan stuðning eða að minnsta kosti annan af tvennu: Efla það að góðu efni eða útbreiða það og borga skilvíslega. Velvakandi prestastétt hefir gott kirkjurit, áhrifamikið bæði sakir efnis og útbreiðslu. Deyfð yfir því er dómur um þessa stétt, sem vonandi kemur ekki fyrir. Efling þess er einn af mörgum starfsháttum og ávöxtum lifandi og þróttmikils kirkjustarfs. Vonandi fáum við að sjá þann ávöxt þroskast á næstu árum. Magnús Jónsson. * í'C * Mér er bæði Ijuft og skylt að þakka dr. Magnúsi Jónssyni prófessor fyrir langt og gott samstarf í ritstjórn Kirkjuritsins. Býð ég jafnframt séra Gunnar Arnason velkominn til samstarfs- ins, sem mjög mun hvíla á herðum hans. Ber ég til hans bezta traust. Efni til ritsins mun ég reyna að leggja til líkt og áður, og vænti góðs stuðnings prestastéttarinnar og ýmissa annarra sem fyrr. Ásmunchtr Guðmundsson.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.