Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 17

Kirkjuritið - 01.01.1956, Síða 17
ARIÐ NYJA 7 Siðferðileg endurnýjun þarf að hefjast — afturhvarf til sið- gæðis. Vér teljum oss sjálfstæða þjóð. En sjálfstæði fær aldreí staðizt til lengdar án siðgæðis, eins og margföld reynsla sann- ar, hvorki þjóðar né einstaklinga. Það er aðeins ein leið til þess, að vér glötum eigi sjálfstæði voru, og hún er sú, að vér þreyt- um þolgóðir skeið siðgæðisins. Einhlítt er það þó ekki, að hvatt sé til siðgæðis og það stund- að. Siðgæðið þarf að styrkjast við trú, ella þrýtur það fyrr eða síðar. Djúpvitur og víðsýnn æskulýðsleiðtogi hefir lýst þeirri reynslu sinni af ungum mönnum, að þeir einir hafi varðveitt sakleysi sitt og manndóm í freistingum og mannraunum, sem fengið hafi stvrk frá trú sinni, kristinni trú. En til er sú trú, sem engan styður, og afkáralegt öfugmæli, er margir láta sér mn munn fara, að hver sé sæll í sinni trú, og apast svo að óheill- um. Hrævareldurinn villir, en sólarljósið vísar veginn. Kristin tru er undirrót kristilegs siðgæðis. Þess vegna lætur höfundur Hebreabréfsins sér ekki nægja að skrifa: „Þreytum þolgóðir skeið það, sem oss er fyrir sett,“ heldur bætir hann við: „Og heinum sjónum vorum til Jesú.“ Þetta er meginhugsun allra pistla og guðspjalla nýársdagsins. 1- „Hér er ekki Gyðingur né grískur, hér er ekki þræll né frjáls maður, hér er ekki karl né kona, því að þér eruð allir einn mað- ur 1 samfélaginu við Krist Jesúm.“ 2. „Jesúm Kristur er í gær og i dag hinn sami og um aldir.“ 3. „Eigi er heldur annað nafn undir himnunum, er menn kunna að nefna, er oss sé ætlað fyrir hólpnum að verða.“ 4. „Hann var látinn heita Jesús, eins og hann var nefndur af englinum.“ 5. Bæn hans „Faðir vor“ hin sanna dagstjarna og leiðarstjarna. 6. Sagan um biðlund víngarðsmanns- ms enn eitt árið eftir ávöxtunum af lífi vor mannanna. Já, þetta er frumtónn alls boðskapar Nýja testamentisins, að ver skulum beina sjónum vorum til Jesú, af því að í ljósi hans sjaum ver kærleika föðurins, Guðs, skapara himins og jarðar. Það er fagurt og átakanlegt, að ekkert stoðar annað á kristniboðs- akrinum: Engar trúfræðikenningar né flóknir lærdómar, aðeins mynd Jesú Krists, persóna hans, lifandi veruleiki hans, fullur náðar og sannleika.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.