Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 22

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 22
12 KIRKJURITIÐ Nú fór fyrst að vandast málið. Ég stóð höggdofa og sagði hvorki já né nei. Þá brosti móðir mín og sagði: „Heldurðu, að mér sé alvara? Nei, eigðu hana sjálfur og farðu með hana eins og þú vilt. Ef ég þekki þig rétt, drengur minn, verður annað þér fyrr að falli en fégirndin. En týndu nú samt ekki spesíunni þinni, ef þú átt að fá að geyma hana.“ Næsta morgun fór ég snemma á fætur, og enn var svo mikið nýjabrumið á spesíunni, að ég signdi mig með henni í lófanum. Móðir mín tók eftir því og sýndist mér hún glotta, en ekkert sagði hún. Um kvöldið vantaði bæði alilömbin, Skarf og Kolu, og var ég sendur á næsta bæ að spyrja eftir þeim. Ég fór og fann lömbin á miðri leið milli bæjanna og sneri með þau heimleiðis. í því sé ég, hvar kerling kemur, töturleg og fót- gangandi, á móti mér. Ég ætlaði fyrst að verða smeykur, en í sama bili þekkti ég hvers kyns var. Þar var komin Solveig gamla fóstra mín. Hún liafði verið gustukakona hjá foreldrum mínum þangað til ég var sex vetra, en verið síðan „sjálfrar sín“ hér og þar, örsnauð og uppgefin. Solveig var lítil \-exti, svört á brún og brá, móleit sýnum, tuggði mikið tóbak, góðmannleg á svip og þó forneskjuleg, töturlega klædd og mótlætisleg. Hún hafði liaft á mér mikla elsku, en ég sjaldan þýðst hana vel, nema þegar mér var kalt. Þá hafði ég verið vanur að flýja inn til hennar og kalla við stigann: „Donvei, mé e kalt.“ En einkum varð „Donvei“ mér ógleymanleg fyrir sögurnar, sem hún sagði mér. Flestar, ef ekki allar, drauga — álfa — og afturgöngusögurnar, sem íslenzk börn kunna, liafði Solveig sagt mér og innrætt svo vel, að þær entust mér í vöku og svefni alla mína æskutíð út. „Fyrir sínar leiðu sögur varð hún að fara úr mínum húsum, auminginn," sagði móðir mín. En nú er að segja frá fundi okkar og spesíunni. Óðara og hún hafði þekkt mig, vafði hún mig að sér og kyssti mig í krók og kring (sem mér reyndar ekki var mikið um.) Síðan flýtti liún sér að leysa frá skjóðunni og fara að tala:

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.