Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 26

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 26
16 KIRKJURITIÐ mörgum ástæðum orðið tómlátar um kristindóm og raunar fá- fróðar í þeim efnum. Og sú tilfinning er yfirleitt úr sögunni, að mönnum sé skylt að sækja kirkju sína, enda þótt þeir kalli sig kristna. 1 Frakklandi og víðar hefir hafizt merkileg hreyfing í þá átt að afla kristindóminum fylgis á vinnustöðunum. Komið hafa upp eins konar iðnprestar. Prestar, sem af fúsum vilja hafa gerst iðnaðarmenn og vinna fulla vinnu með félögum sínum, en rækja svo prestsstörfin í frítímum sínum. Kaþólska kirkjustjórnin hefir nú að vísu bannað þessa starfsemi að vissu marki, en slíkt mæl- ist ekki vel fyrir og er allt útlit fyrir, að þarna sé vísir að allmik- illi og ávaxtaríkri grein. Við íslendingar skiljum manna bezt gildi þessa. íslenzku sveita- prestarnir hafa frá öndverðu og fram á þennan dag lifað lífi safn- aðanna. Blátt áfram unnið með þeim. Og það liefir að mínum dómi haft ómetanlegt gildi, þótt það verði ekki rakið hér. Öflug kristileg leikmannastarfsemi er og víða í löndum. En hana skortir að mestu hérlendis. Þess vegna er safnaðarvitundin svo lítil, — sums staðar nærri þvi engin. Fólk syngur óvíða al- mennt í kirkjum. Á þessu þarf að ræða bót. B arn asamkom ur og kvikmyndir. Bamasamkomurnar eru ein af vormerkjunum innan íslenzku kirkjunnar. Þær fara stöðugt í vöxt og hefjast á æ fleiri stöðum. Yfirleitt eru þær vel sóttar og vinsælar. En liér er allt á frum- stigi og mörg verkefni aðkallandi, sem vonlegt er. Þannig er alltaf með voryrkjuna. Ýmiss konar bækur skortir, t. d. fleiri söngbæk- ur, leiðbeiningabækur, smásögur, fjölbreyttari gjafamyndir, svo sumt sé nefnt. En ekki sízt vantar heppilegar kvikmyndir og skuggamyndir. Hentugar sýningarvélar fást nú fyrir sæmilegt verð og líklegt, að flest sveitarfélög afli sér þeirra. Hafa sum þeg- ar gert það. En vandi er að fá nógu fallegar og lirífandi myndir, einkum fyrir börn. Fræðslumálaskrifstofan hefir gert nokkra til-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.