Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 36

Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 36
26 KIRKJURITIÐ ur, sem verða í kirkjunum á hverju kvökli í heila viku á hverj- um stað, meðan á þessu stendur. Þessi boðun fagnaðarerindisins mun ná yfir öll Bandaríkin og Kanada, og er þegar mikill undir- búningur hafinn. Að sjálfsögðu verða það ekki einungis prest- arnir, sem fara í slíkar heimsóknir á heimilin, heldur leikmenn. Er það einnig táknrænt fyrir alla starfsemi Kirkjufélagsins, hve leikmenn ber þar liátt. Á þinginu voru prestarnir skiljanlega ekki nema örlítið brot fulltrúannna og höfðu engin meiri réttindi. Að vísu er til prestafélag innan Kirkjufélagsins, og hélt það fund, á meðan á þingtíma stóð, en ekkert mál Kirkjufélagsins er sérstakt einkamál prestanna, svo að fundur þessi stóð ekki nema rétta klukkustund. Skiljanlega var töluvert mikið rætt um fjármál á þessu kirkju- þingi, þar sem hér er um fríkirkju að ræða. Er fjárhagur Kirkju- félagsins sæmilegur. En alls fjár er safnað með frjálsum fram- lögum í þeim skilningi, að hver maður hafi lilotið frá Guði sína „talentu“, sem honum beri svo að standa skil á aftur, að liann sé ráðsmaður Guðs hér á jörðu, sem þess vegna beri að færa Guði hluta af þeim ávöxtum, sem lionum falla í skaut hér. Enskan var hið ríkjandi tungumál á þinginu, enda er orðið svo, að í kirkjum íslendinga fara guðsþjónustur flestar fram á ensku, en einstaka söfnuðir liafa jafn margar messur á ensku og íslenzku. Yngsta kynslóðin er að hverfa algjörlega að ensk- unni, og verður kirkjan að ná til hennar á því máli. Eitt þing- kvöld var þó algjörlega helgað íslenzkunni og sambandinu við heimalandið. Þar flutti séra Bragi Friðriksson messu á íslenzku, séra Eiríkur Brynjólfsson, fyrrum prestur á Útskáhim, talaði um sambandið milli Kirkjufélagsins annars vegar og íslenzku þjóð- kirkjunnar hins vegar. Lagði hann áherzlu á það, að báðir mættu nokkuð af hinum læra. Þá flutti séra Ólafur Skúlason erindi um endurreisn Skálholts. Sýndu menn undir fundarlokin áhuga sinn á því máli, með því að láta fé af hendi rakna til endurreisnar- innar. Á afmælisþingi þessu var bæði liorft til baka og leitazt við að sjá fram í tímann, auk þess sem nútíðin var rædd. Öll starfsemi þingsins einkenndist annars af áhuga og trausti á framtíð Kirkju-

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.