Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 42

Kirkjuritið - 01.01.1956, Side 42
Kristilegt æskulýðsfélag stofnað á Siglufirði Kristlegt æskulýðsfélag var stofnað í Siglufjarðarkirkju sunnu- daginn 13. nóv. Guðsþjónustan hófst kl. 2. Höfðu safnazt saman væntanleg- ir Æskulýðsfélagar og gengu inn í kirkjuna, meðan forspil var leikið, undir tveim íslenzkum fánum, sem piltur og stúlka báru. Næst á eftir þeim gekk félagsforinginn, sem þegar hafði verið valinn. Hann heitir Páll Helgason og á heima í Lindarbrekku. Æskulýðsfélagar settust á innstu bekki kirkjunnar, að undan- teknum félagsforingja og fánaberum, sem settust inn í kór. Þeg- ar allir voru setztir, var sunginn sálmurinn: „í fornöld á jörðu var frækorni sáð“. Síðan fór guðsþjónustan fram á venjulegan hátt, og steig sóknar- presturinn, séra Ragnar Fjalar Lárusson, í stólinn og ávarpaði æskulýðsfélagana og annað æskufólk, og hafði hann að texta Matt. 13, 45—46, og mælti hann m. a. á þessa leið: „Kæru ungu vinir. Einhverju sinni heyrði ég eða las um mann, sem óvænt hafði erft mikla fjárhæð, margar milljónir dala. Hugsið ykkur, hve mikið gott væri hægt að láta af sér leiða með alla þá peninga í höndum. En það er víst ekki mikil hætta, að þú eða ég fáum slíka fjárhæð í hendur. En Guð hefir gefið sérhverjum æsku- manni fjársjóð, sem er margfalt meira virði en margar milljónir dala, fjársjóð, sem margur auðkýfingur vildi gefa aleigu sína fyrir. Veizt þú, hver sá fjársjóður er? Þið eigið hann öll, æsku- fólkið, sem hér er statt í dag. Þessi f jársjóður er æska þín. Æsk- an hefir stundum verið nefnd vor mannlífsins. Og öll vitum við, að vorið er indælt. Hvert skref, sem þú stígur þá, á að liggja fram, þú getur æ meira, veizt meira, skilur meira. Lífið blasir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.