Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 46

Kirkjuritið - 01.01.1956, Qupperneq 46
KRISTNIR ÁHRIFAMENN 1 Peter Hognestnd Björgvinjarbiskup Norðmenn hafa jafnan verið miklir áhugamenn um trúmál og átt marga ágæta kirkjuleiðtoga allt fram á þennan dag. Einn þeirra var Peter Hognestad. Hann fæddist 12. nóvember 1866 á Túni á Jaðri og var bænda- ættar. Bar það með sér alla ævi, m. a. í útliti, minnti á hæglát- an, yfirlætislausan en hlýlegan íslenzkan dalabónda, ef mað- ur mætti honum á förnum vegi. Reyndist frábær námsmaður á yngri árum, m. a. mikill málagarpur, og tók guðfræðipróf með heiðri 1891. Síðan fór hann námsferð til ýmissa landa. Fékkst við kennslustörf fyrst eftir heimkomuna, en gerðist brátt fram- kvæmdarstjóri ungmennafélagsins í Stafangri og þótti mjög vel til þess fallinn. Þá varð hann kennari og eitt ár forstöðumaður kennaraskólans á Notodden. Um skeið stiftskapellan í Oslóar- biskupsdæmi. 1908—16 prófessor í Gamla testamenntis fræðum við guðfræðiskóla safnaðanna í Osló. Síðan biskup í Björgvin til dauðadags 1. september 1931. Hognestad var lærður maður, einkum í guðfræði og sögu, og sakir málakunnáttu sinnar átti hann meðal annars þátt í endur- þýðingu norsku Biblíunnar. Hann var einn af baráttumönnun- um fyrir útbreiðslu „landsmálsins“ í Noregi. Vígsla hans var fyrsta biskupsvígslan, sem framin var á því máli. Síðar átti Hognestad frumkvæði að því, að helgisiðabókin norska kom út á landsmáli og mikinn þátt í sálmabókinni, sem prentuð var á þeirri tungu. Áhugi hans á þessum efnum varð m. a. því vald- andi, að hann las mjög ýmissar íslenzkar fornbókmenntir, og fékk ást á íslandi, auðnaðist líka einu sinni að sækja það heim. Hognestad var fylgjandi Alkirkjuhreyfingunni og tók sem full- trúi Norðmanna þátt í fundarhöldum á hennar vegum. Á ein-

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.