Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 54

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 54
44 KIRKJURITIÐ að halda áfram að granda því. Til þess að gera menn afhuga ofbeldi verð- um vér að auðsýna það. Til öryggis réttinum til að lifa verðum vér að saurga hann.“ A seinustu Grænlandsvertíð dvaldi norskur prestur um borð á einu fiskiskipinu og útvarpaði þaðan reglubundnum guðsþjónustum til veiðiflot- ans. Hann hvatti menn og til að sækja tíðir í Færeyingaliöfn, þegar þeir affermdu þar aflann. Laurence Bradshaw, sem mikið hefir unnið að kaþólskum kirkju- skreytingum, hefir nú verið ráðinn til að gera voldugt minnismerki á gröf Karls Marx í Hampstead. Rússneska sendiráðið í Lundúnum gengst fyrii þessu. Anægjulegt tákn um alþjóðlegt gildi listarinnar. Tékkneskir kirkjumenn heimsóttu mótmælendur í Vestur-Þýzkalandi í vetrarbyrjun. Dr. Niemöller bauð þá velkomna við guðsþjónustu í Frank- furt-am-Main. Varga, biskup í Slóvakíu, messaði í annarri kirkju þar í borg. Otto Dibelius, Berlínarbiskup, fagnaði og gestum þessum. Slíkar liéimsókn- ir eru ekki aðeins vel til þess fallnar að auka þekkingu manna og eyða ýmiss konar misskilningi, heldur er og ætlandi, að engir séu betur færir um að bera 'friðarorð milli þjóðanna en kristnir leiðtogar. Talið er, að í Bandaríkjumnn séu 35,3 af hundraði mótmælendur, en 20 af hundraði kaþólskir. Samsvarandi tölur árið 1940 voru 28,7 af hundr- aði og 16,1 af hundraði. Til eru munka- Og nunnureglur innan ensku kirkjunnar. Ein af þeim er Regla heilags Jóhannesar guðspjaUanmnns. R. M. Benson og tveir félagar hans stofnuðu munklífi þetta 1866. Höfuðstöðvar þess eru í Oxford. Þetta er allstrangur lifnaður, enda talið að aðeins þriðji hver maður, sem byrjar tveggja ára reynzlutímann, endist til að vinna lokaheitið. Reglubræðurnir eru sumir prestvígðir og auk mikils bænahalds og reglubundinna fastna sinna þeir alhniklum sálgæzlustörfum. Vinna og að líknarmálum og upp- fræðslu æskulýðsins. Þeir hafa líka rekið trúboð í Suður-Afríku og Indlandi. Hinn kunni prestur C. O. Rhodes segir: „Það er mikið hægt að læra af sálarjafnvægi þeirra og sjálfsafneitun.“

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.