Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 57

Kirkjuritið - 01.01.1956, Page 57
INNLENDAR FRETTIR 47 Bræðralag, kristilegt félag stúdenta, hefir eins og áður sent Jólakveðju, smárit, til skólabarna á Islandi. I henni eru ljóð, greinar og sögur. Eintaka- fjöldi er 20000. Félagsprentsmiðjan prentaði, og er allur frágangur liinn bezti. Séra Robert Jack er nú kominn heim frá Ameríku og tekinn við Tjarnarprestakalli á Vatnsnesi. Eins og sézt á ritdómi séra V. E., hefir séra Robert skrifað skemmtilega bók um dvöl sína í Grímsey, en ekki mun hún hafa borizt hingað í bókaverzlanir enn. Mun þó ýmsum leika nokkur forvitni á að lesa hana. Sigurður Olafsson, lögfræðingur, skrifar mjög athyglisverða grein í jólablað Tímans um skírnarfont Thorvaldsens í Reykjavíkurdómkirkju. I grein þessari leiðir Sigurður, að því er v.irðist, óyggjanleg rök að því, að hinn upp- haflegi skírnarfontur, sem Thorvaldsen ánafnaði íslandi sé nú, eftir mikla hrakninga, korninn í Heilagsandakirkju í Kaupmannahöfn. Mætti ætla, að ver fáum liann því endurheimtan, og geti þá sá, er vér eigum nú, farið til Miklabæjarkirkju í ættbyggð Tliorvaldsens, sem 'sanngjarnt má telja. hirkjuritið mun að sjálfsögðu segja síðar nánar frá máli þessu. Ríkisútvarpið varð 25 ára 20. f. m. Þ\ í verður ekki neitað, að það er nú einn áhrifamesti skapandi þjóðmenningarinnar, og mörgum hefir það skenunt síðastliðna áratugi. Og það hefir flutt boðskap kirkjunnar til fleiri ■Ranna en nokkur líkindi eru til, að hefðu heyrt hann að öðrum kosti. Hef- lr og alla tíð verið ágæt samvinna með því að kirkjunni, og verður von- andi ævinlega. Prestsvígsla fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík 8. janúar. Vígði hiskup Tómas Guðmundsson guðfræðing, er skipaður hefir verið prestur í Ratreksfjarðarprestakalli í Barðastrandarprófastsdæmi, að lokinni kosningu safnaðanna. Reykjavíkurbær hefir nú sett eftirlitsmann meS kristindómskennslu í skólum sínum, Þórð Kristjánsson kennara við Langholtsskólann. Hefir Þórð- Ur undanfarin ár kennt þar kristinfræði einvörðungu og getið sér hinn bezta °rðstír. Hann er áhugamaður hinn mesti og hefir kvnnt sér áður fyrir- komulag kristindómskennslu á Norðurlöndum. — Þórður hefir þetta starf Slt;t upp úr áramótum, og má mikils og góðs af því vænta.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.