Kirkjuritið - 01.02.1964, Page 8

Kirkjuritið - 01.02.1964, Page 8
KIRKJUIUTIÐ 54 liafi með teikningu Skálholtskirkju sýnt, að unnt sé að „endur- vekja stílhreina fegurð liins liðna“. — Eitt af því, sem sumir byggingarfróðir menn nota sem slagorð er það, að ekki eigi að fastákveða útlit fyrr en ákveðið sé um allt að innan verðu. Það á að liugsa verkið innan frá, en ekki utan frá, segja þeir. Nú er það hins vegar vitað mál, að kirkja getur þjónað tilgangi sínum, þó að formið, bæði að innan og utan, sé á ýmsa vegu Og þegar ég sé nýtízku kirkjur, sem eiga að symbolisera t. d. kuðung að utan verðu, eða liirðinn, sem stendnr á verði yfir lijörð sinni, o. s. frv., þá á ég erfitt með að bugsa mér, að þessi ólíku form séu ákvörðuð innan frá. Mér finnst þessir ágætu menn, sem bera kirkjuna svo mjög fyrir brjósti, ættu að bíða þangað til við, sem eigum að starfa í kirkjunni, förum að kvarta um fyrirkomulag liennar. Eins og er, veldur Jiað miklum erfiðleikum, að við höfum hvorki stærri kirkju né fleiri vistarverur. Þegar kirkjan verð- ur, Jiótt ekki sé nema hálf-byggð, fáum við góðan samkomusal til fundarhalda, herbergi lil barnaspurninga, skrifstofur tveggja presta, og auk þess koma síðar nokkur herbergi í hinum marg- umtalaða turni. Vel á minnst! Það er sagt, að það sé óþarfi að liafa turn á kirkjunni. Það er kannske líka ójjarfi að hafa turn- byggingu á borgarsjúkrahúsinu og sjómannaskólanum, en mér, fyrir mitt leyti, fyndist samt Reykjavík tapa nokkru, ef farið væri að stífa ofan af þessum liúsum. Og einu sinni las ég í Morgunblaðinu, að nú Jiyrfti Reykjavík að fara að eignast almennilegan útsýnisturn á öskjuhlíð! Ágæt hugmynd út af fyrir sig, en ég tel Jiað samt ofrausn að liafa annan liáan turn svo nærri Hallgrímskirkju. Miklu skynsamlegra, að bærinn leggi BÍnn skerf til kirkjubyggingarinnar, svo sem áætlað er. Eitt er að minnsta kosti víst, — að okkar ágæta höfuðborg fær ann- an og fegurri svip sem beild, Jiegar kirkjuturninn er risinn. Sem sagt, hvorki stærð, gerð né útlit kirkjunnar bræðir okk- ur, sem að málinu stöndum, til að hætta við hálf-unnið verk. Og hinir ungu arkitektar ættu ekki heldur að Jiurfa að óttast fikort á kirkjulegum verkefnum í framtíðinni, |*ó að ekki séu rifnar niður byggingar til að losa handa Jieim grunn. Að endingu vil ég aðeins minnast á eina hlið Jiessa máls, J)á, er snýr að söfnuðinum, sem ber nafn Hallgríms Péturssonar. Hugmyndin að minningarkirkju um séra Hallgrím mun fyrst

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.