Kirkjuritið - 01.02.1964, Síða 20

Kirkjuritið - 01.02.1964, Síða 20
66 KIRKJURITIÐ — Skyldum viff standa að baki nágrönnunum um aðbúnað fanga? — Yið erum áreiðanlega mjög langt á eftir tímanum með þessa liluti. Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að skoða tvö fangelsi í Noregi. Þar fer m. a. fram iðnfræðsla, svo að menn eru jafnvel fullnuma í einliverri iðngrein, þegar þeir lireppa frelsi á ný. I báðum þessurn fangelsum, sem ég skoðaði,, var kapella, í annarri var meira að segja pípuorgel. Þegar ég kom í kapell- una, voru þar fyrir nokkrir fangar að æfa söng fyrir næstu messugjörð. í þessum fangelsum þjónuðu prestar, sem böfðu látið af embætti fyrir aldurs sakir. — En hjá okkur? — Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, liefur verið liér fang- elsisprestur í 54 ár, en aðstaða er hér raunar engin til að liægt sé að búa föngunum sameiginlegar helgistundir. Ég ætla að vona, að þegar loks verður af því, að reist verði fangahús, sem sæmir menningarþjóð, þá gleymist kapellan ekki. — Hvað um trúarlíf þeirra, sem hér dveljast? — Um það er lítið hægt að segja. Hér eru menn yfirleitt dulir og ekki við því búnir að lileypa mönnum að sér, vilja sem minnst ræða leyndustu vandamál sín. Hér á það við ekki síður en endranær, að aðgát skal liöfð í nærveru sálar. Margir eru prúðir í umgengni, en fjarska eru þeir misjafnir að skapferli og framkomu og mikið ríður á að finna það atlæti, sem liverjum einum bæfir. Sálarlíf þeirra margra er eins og opið sár. Sjáðu þessi handjárn, segir Valdemar og seilist upp í skáp, bvernig þau liafa verið snúin sundur. Það er ótrúlegt, að grannar unglings bendur skuli bafa orkað þessu. En svona er örvæntingaræðið. Líf margra ungra mann, sem liér gista, er fellt í fjötra, sem þeir eiga í sífelldum átökum við, en þeim tekst, því miður, allt of sjaldan að brjótast lir þeim viðjum. — Hvað veldur þessari hyldýpis ógæfu? — Um það er erfitt að segja. Vafalaust kemur margt til. Oftast er vínið með í lciknum. Ungir menn, sem ekki verður annað séð en vilji lifa vammlausu líferni, oft með konu og börn, vinna óliappaverkin drukknir. Iðnlega finnst mér eins og þeir, sem koma hingað æ ofan í æ, þoli ekki að skemmta

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.