Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 13

Jólasveinar - 24.12.1914, Blaðsíða 13
13 IV. Leí rskáSdið (kemur fram á sviöið og nneigir sig): Eg, launsonur Braga, úr ljósvakans geim kem líðandi’ á gullskýi til ykkar heim, harmtregafullur, en þrúðefldur þó, þreytt hefi’ eg málsnild og gígju eg sló. Nú skal eg segja’ ykkur söguna’ af mér og sýna’ ykkur hvílíkur maður eg er: Eg fæddist sunnan í Hulduhól,- er haföldur myntust við döfljúfa sól. Hafsaltra marbendla kórallakvak kvað við um draumborga laufskálaþak. Eg óx upp við hafgýgjar hörpuslátt og heiðmollukveldgaíið eilífhátt, ljósálfa’ og fossbúa dinglumdangl dagnæturrölt og gulldraumarangl. þá lærði eg hafölduhlymjandann, huldusöng, álfhólaglymjandann. þá bjó eg til aliskonar orðmyndir og eignaðist gullvægar hugmyndir: Blærinn var þýður og lognljúfur, lundurinn blíður og döggvotur. þrösturinn veinaði’ á rósgyltri rein, rjúpkerinn kveinaði’ á næstu grein. þá var nú ljúft að lifa. — Nú læt eg ykkur heyra sumt, sem frændur mínir skrifa. (Leirskáldið tekur blað upp úr buxnavas- anum og les):

x

Jólasveinar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólasveinar
https://timarit.is/publication/457

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.